miðvikudagur, 28. desember 2005

Fjörfiskurinn, sem angraði mig í 10 vikur í vetur í vinstri augabrúninni, hefur fært sig um set í neðarlega magavöðvana. Fjörfiskur er víst streituviðbrögð líkamans þannig að ég dreg þá ályktun að í vetur hafi ég verið stressaður í öðru auganu við allt námið. Núna hinsvegar er ég stressaður í magavöðvunum við allt átið yfir hátíðirnar.

Vel á minnst; ég fór til pabba á jóladag og gisti eina nótt. Þar skemmtum við Björgvin bróðir okkur konunglega og borðuðum stanslaust frá því við komum þangað til við fórum. Niðurstaða; ég léttist um 1 kíló. Frábær þessi líkami.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.