Hér er veik tilraun til að framlengja lífi bíls míns sem ber opinberlega nafnið Mitzubichi Lancer (árgerð 1987) en óopinberlega Hnoðri.
Bíllinn er keyrður yfir 250.000 km en samt gengur hann endalaust. Ég er viss um að hann bili núna úr því að ég hef ritað þetta.
Með því að segjast búast við því að hann bili ætti hann ekki að bila, því annars hef ég rétt fyrir mér sem gerist alltof sjaldan til að þessi kenning falli.
Það er ekki laust við að ég sé kominn með blóðnasir af ofhugsun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.