þriðjudagur, 27. desember 2005

Jólin að baki og tími fyrir upptalningu yfir það sem gerðist á árinu. Ég byrja á tveimur listum:

Listi yfir fimm minnisstæðustu atburði ársins
5. Mín fyrsta keyrsla í Reykjavík á bílnum mínum.
4. Jólamatarboð Pabba 25. desember síðastliðinn.
3. White Stripes tónleikarnir í nóvember.
2. Hringferð um landið í sumar með Soffíu og Sigrúni Önnu.
1. Upphaf sambands með duglegustu stelpu landsins, af hverri ég hef verið hrifinn síðan á öðru ári í menntaskóla 1995.

Listi yfir fimm óminnisstæðustu atburði ársins
5. Sturtuferð eftir körfubolta í nóvember.
4. Hélt ég væri með hausverk í ágúst en þá var derhúfan bara of þröng.
3. Las fréttablaðið í október.
2. Dreymdi eitthvað um miðjan júní. Man ekki hvað það var.
1. Allir atburðir á tímabilinu 1. janúar - 1. júní ca.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.