Tvífarar dagsins er ekki hægt að sýna með myndum. Ég verð að lýsa þeim með orðum.
Annars vegar er um að ræða NFS, fréttastöð íslendinga sem nýlega fór í loftið. Á stöðinni er allt eins og á CNN; fréttamennirnir stífir af fínleika, fólkið sýnt vinna á bakvið, fréttastöðin kynnt fyrir fréttatíma af dimmrödduðum manni og allar fréttir sagðar eins og þær séu mjög mikilvægar. Eins og allt sé nýjasta nýtt. Það vantar þó eitthvað.
Tvífari þessarar virðulegu fréttastöðvar er ég á grímuballi þegar ég var 10 ára að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég lifði mig inn í hlutverkið og skemmti mér vel en það sáu allir að ég var ekkert þessi náungi í alvöru. Bara að þykjast.
Núna fæ ég sama aulahroll við að horfa á alla fréttatíma stöðvar 2(NFS) og ég fæ þegar ég sá brot úr Fólk með Sirrý. Fyndilegt og um leið grátlegt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.