Skemmtilegt hvernig myndmál í textum og ljóðum hefur breyst í gegnum tíðina. Ég tek dæmi:
Fyrir nokkrum tugum árum var ljóðið "Hríslan og lækurinn" talið lýsa vel ástarsambandi einhverra aðila. Þar eru hrísla og lækur borin saman við mannverur sem eru háð hvoru öðru.
Í dag er lagið Candyshop með 50 cent gott dæmi um nútímarómantík. Þar býður rapparinn dömu upp á að kíkja í nammibúðina sína og sleikja brjóstsykurinn og ekki hætta fyrr en hún hitti á rétta blettinn. Fyrir þá sem eru einfaldir þá er hann augljóslega að bjóða henni að sjúga á sér getnaðarliminn.
Mér býður við þessari þróun.
þriðjudagur, 31. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hver þarf geðlækna, sálfræðinga eða aðra loddara þegar hægt er að finna út veikleika sína á netinu:
Ég er semsagt ekki andfélagslyndur, fjúkk! Þetta er bull. En þar sem flest sem fer á þessa síðu er bull þá passa þetta ágætlega hér.
Afsakið enskuna.
You scored as Eating Disorders. Congratulations! You have an eating disorder! You know what it's like to have "fat" eyelids and that there's exactly 58 calories in one medium-sized green apple. Western society has discarded your well-being for sickly, paper-thin models and celebrities; welcome to the club, brother.
Which mental disorder do you have? created with QuizFarm.com |
Ég er semsagt ekki andfélagslyndur, fjúkk! Þetta er bull. En þar sem flest sem fer á þessa síðu er bull þá passa þetta ágætlega hér.
Afsakið enskuna.
mánudagur, 30. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fengið ábendingar um að það vanti allar skopsögur hérna úr hversdaglegu amstri mínu. Hér kemur eitt fyndnasta atvik sem hent hefur mig síðustu tvær vikur:
Ég ætlaði að prenta út ívilnun í gærkvöldi í vinnunni og tókst það ágætlega nema þegar ég ætla að taka hana úr prentaranum sé ég að það er aðeins um eitt blað að ræða í stað tveggja en ívilnanir fylla venjulega tvö blöð. Ég klóraði mér í hausnum, leit svo á prentarann og sá að það vantaði A4 blöð í hann.
Þetta gerist þegar þið erum með frekju og segið mér að skrifa eitthvað fyndið. Hvað hafið þið lært á þessari færslu?
Ég ætlaði að prenta út ívilnun í gærkvöldi í vinnunni og tókst það ágætlega nema þegar ég ætla að taka hana úr prentaranum sé ég að það er aðeins um eitt blað að ræða í stað tveggja en ívilnanir fylla venjulega tvö blöð. Ég klóraði mér í hausnum, leit svo á prentarann og sá að það vantaði A4 blöð í hann.
Þetta gerist þegar þið erum með frekju og segið mér að skrifa eitthvað fyndið. Hvað hafið þið lært á þessari færslu?
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er fyrsta helgin mín fyrir austan í ár liðin. Hér er tölfræðin:
* 18 yfirvinnutímar unnir.
* Tvær sundferðir farnar.
* Tveir göngutúrar gengnir.
* 11 svefntímar sofnir.
* Núll lítrar af áfengi drukknir.
* Ein syrpumyndasaga lesin.
* Fjórar bloggfærslur skrifaðar.
* Fimmtungur sálar minnar myglaði og dó.
Með öðrum orðum; sjúklega fjörug helgi að baki.
* 18 yfirvinnutímar unnir.
* Tvær sundferðir farnar.
* Tveir göngutúrar gengnir.
* 11 svefntímar sofnir.
* Núll lítrar af áfengi drukknir.
* Ein syrpumyndasaga lesin.
* Fjórar bloggfærslur skrifaðar.
* Fimmtungur sálar minnar myglaði og dó.
Með öðrum orðum; sjúklega fjörug helgi að baki.
sunnudagur, 29. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Risabletturinn á þessari mynd er hvorki köttur né risavaxinn fugl heldur randafluga sem lét eins og heima hjá sér, heima hjá mér í hádeginu í dag. Hún var aðallega að leita að áfengi enda búin að drekka helst til of mikið nóttina áður. Lögreglan fjarlægði ferlíkið skömmu síðar og fékk randaflugan, sem ber nafnið Albert, að sofa úr sér í fangageymslum.
laugardagur, 28. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðstu viku hef ég gleymt eftirfarandi:
* Kortinu mínu í afgreiðslu sjoppu einnar.
* Sundskýlunni í sundi.
* Öllum mögulegum smáatriðum (ca 5-6 á dag).
Og nú síðast í dag:
* Úlpunni á matsölustað. Í úlpunni voru mjög mikilvægir hlutir eins og lyklar og skjöl sem ég þarf nauðsynlega á að halda.
Ef ég gleymi einu atriði eða einum hlut í viðbót út sumarið þá drep ég eða særi til ólífis smádýr einhverskonar af pirringi.
* Kortinu mínu í afgreiðslu sjoppu einnar.
* Sundskýlunni í sundi.
* Öllum mögulegum smáatriðum (ca 5-6 á dag).
Og nú síðast í dag:
* Úlpunni á matsölustað. Í úlpunni voru mjög mikilvægir hlutir eins og lyklar og skjöl sem ég þarf nauðsynlega á að halda.
Ef ég gleymi einu atriði eða einum hlut í viðbót út sumarið þá drep ég eða særi til ólífis smádýr einhverskonar af pirringi.
föstudagur, 27. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt samtali við yfirmann minn hér á skattstofunni í dag er ekki nóg með að það sé gert ráð fyrir að ég verði að vinna þessa helgi, allan daginn og jafnvel fram á kvöld báða dagana, heldur verð ég í yfirvinnu framundir og jafnvel framyfir kvöldmat alla virka daga og allar helgar í sumar.
Ég kveð því skemmtanalífið og skuldirnar að sinni með þá von í hjarta að ég sjái þau aftur í haust, þegar ég sný aftur í saurlíf Reykjavíkur.
Ég kveð því skemmtanalífið og skuldirnar að sinni með þá von í hjarta að ég sjái þau aftur í haust, þegar ég sný aftur í saurlíf Reykjavíkur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég heyrði af viðburði í Liverpool þar sem um 200.000 manns tóku á móti fótboltabikar undir laginu 'You'll never walk alone'. Ég brosti ekki vegna þess að ég er Liverpool- eða fótboltaaðdáandi heldur vegna þess að hugmyndin um að spila þetta rólega og fallega lag undir brjáluð fagnaðarlæti fótboltavillimannanna í Liverpool er mjög mótsagnakennt. Til að fótboltavillimenn skilji hvað ég eigi við þá er þetta nákvæmlega það sama og ef dauðarokkhljómsveitin Sepultura væri spiluð undir hjá ballerínu eða einhverju álíka viðkvæmu, þegar hún tekur við verðlaunum.
Ef einhver mótmælir því að fótboltaaðdáendur séu villimenn þá sannast þessi kenning mín á næsta balli þar sem ég verð laminn af æstum hópi fótboltavillimanna sem slysast hafa til að lesa þessa færslu.
Ef einhver mótmælir því að fótboltaaðdáendur séu villimenn þá sannast þessi kenning mín á næsta balli þar sem ég verð laminn af æstum hópi fótboltavillimanna sem slysast hafa til að lesa þessa færslu.
fimmtudagur, 26. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Frábært. Ég er sofnaður í vinnunni og farinn að dreyma sólskin. Ekki nóg með að ég muni verða fyrir vonbrigðum með að hafa sofnað í vinnunni þegar ég vakna eftir smá stund og að ekkert sólskin sé á Egilsstöðum heldur vetrarhörkur, heldur þarf ég líka að sætta mig við að hafa bara dreymt þessa annars stórkostlegu bloggfærslu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er alltaf fyndið þegar kvikmyndaþýðendur snappa og skrifa einhverja vitleysu í texta við eitthvað augljóst. Tvö fyndnustu atriði sem ég man eftir voru eftirfarandi:
* Tveir strákar hlaupa inn um hlið, einn á eftir öðrum í glaðlegri barnamynd. Þegar sá síðari hleypur í gegn hrópar sá fyrri "shut the gate!" sem ætti að þýðast "Lokaðu hliðinu!" en var þýtt "Skjóttu geitina!".
* Kona hengir upp lök á snúrur í léttri ævintýramynd þegar tveir álfar fljúga í gegnum þvottinn og valda hugarangri konunnar. Hún segir stundarhátt "Damn fairys" sem ætti að þýðast "Fjandans álfar" en var þýtt "Helvítis hommar!".
Endilega komið með fleiri dæmi í athugasemdirnar.
* Tveir strákar hlaupa inn um hlið, einn á eftir öðrum í glaðlegri barnamynd. Þegar sá síðari hleypur í gegn hrópar sá fyrri "shut the gate!" sem ætti að þýðast "Lokaðu hliðinu!" en var þýtt "Skjóttu geitina!".
* Kona hengir upp lök á snúrur í léttri ævintýramynd þegar tveir álfar fljúga í gegnum þvottinn og valda hugarangri konunnar. Hún segir stundarhátt "Damn fairys" sem ætti að þýðast "Fjandans álfar" en var þýtt "Helvítis hommar!".
Endilega komið með fleiri dæmi í athugasemdirnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Lífgunartilraunir voru gerðar á hræinu mínu í gær. Hann vaknaði til lífsins eftir talsvert mörg stuð og lifði í einhverjar 40 mínútur áður en hann sofnaði og hefur ekki vaknað síðan. Stefnt er að nýrri tilraun í kvöld.
Með þessari færslu vil ég minna á gsmbloggið sem ég mun fylla næstu daga. Ykkur er velkomið að koma með tillögur að myndum.
miðvikudagur, 25. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er svolítið sérkennilegt: Þegar Andrés eignast börn beygist hann vitlaust, nema hann beri ættarnafn auðvitað. Þannig verða börnin hans, að öðru óbreyttu, Andrésson eða Andrésdóttir. Krakkinn er því sonur eða dóttir Andrés samkvæmt þessu en ekki Andrésar.
Þetta er svindl! Ég vil heita Gunnarson en ekki Gunnarsson! Það gæti sparað mér mörghundruð mínútur yfir ævina.
Þetta er svindl! Ég vil heita Gunnarson en ekki Gunnarsson! Það gæti sparað mér mörghundruð mínútur yfir ævina.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega snéru tveir gamlir bloggjaxlar aftur í harðan heim vefdagbóka. Annar þeirra er einn sá svalasti og hinn einn sá fyndnasti. Þið megið giska hvor er hvað.
Hér er Gutta að finna og hér er Garðar með sitt tónlistarblogg.
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir byrja nöfn þeirra beggja á stafnum G. Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér í framhaldinu hverjar líkurnar séu á því og þá hvort ekki hefði verið óþarfi að bæta þessari málsgrein við þessa annars fínu bloggfærslu.
Hér er Gutta að finna og hér er Garðar með sitt tónlistarblogg.
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir byrja nöfn þeirra beggja á stafnum G. Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér í framhaldinu hverjar líkurnar séu á því og þá hvort ekki hefði verið óþarfi að bæta þessari málsgrein við þessa annars fínu bloggfærslu.
þriðjudagur, 24. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega uppgötvaði ég mér til mikillar skemmtunar að ég er alvarlega haldinn af Stokkhólms heilkenni. Ég sakna Háskólans í Reykjavík ótrúlega mikið, ber jafnvel mjög sterkar tilfinningar til hans og vil að honum gangi vel í öllu sem hann gerir þrátt fyrir að hafa verið fangi hans síðustu vetur sem m.a. orsakaði svefnleysi, leiða og á tímabili smá geðsýki.
Þetta þýðir aðeins eitt; nú loksins get ég notað pikkup línuna "Úff, ég er svo illa haldinn af heilkenninu mínu; komdu með mér heim!"
Þetta þýðir aðeins eitt; nú loksins get ég notað pikkup línuna "Úff, ég er svo illa haldinn af heilkenninu mínu; komdu með mér heim!"
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mjög sérkennilegt hvernig forrit eru oft nefnd kvenmannsnöfnum. Ég vinn t.d. nánast eingöngu á forritin Hörpu og Regínu í vinnunni.
Í kjölfarið get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort höfundar forritanna séu ekki ekki undantekningalaust einhleypir karlkyns forritarar. Það væri allavega rökrétt. Ég t.d. skýri alla mína hluti, hvort sem ég kaupi þá eða bý til sjálfur, kvenkynsnöfnum, enda grunsamlega einhleypur.
Í kjölfarið get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort höfundar forritanna séu ekki ekki undantekningalaust einhleypir karlkyns forritarar. Það væri allavega rökrétt. Ég t.d. skýri alla mína hluti, hvort sem ég kaupi þá eða bý til sjálfur, kvenkynsnöfnum, enda grunsamlega einhleypur.
mánudagur, 23. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til marks um það hversu skemmtilega öfgafullur ég er í aðgerðum mínum þá blæðir nú úr þremur fingrum mínum vegna þess að mér finnst ekki nóg að klippa bara neglurnar heldur misþyrma þeim einnig, fyrst ég á annað borð kominn með oddhvassan hlut í hendurnar. Stundum geng ég of langt í misþyrmingunum og þá fer eins og áður segir. Það sem er mikilvægast í þessu sambandi er að tilgangur minn er góður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkur atriði sem ég þarf að klára næstu daga þar sem ég er nýkominn á austurlandið:
* Koma bílnum mínum í gang, í viðgerð og í gegnum skoðun.
* Fara til læknis vegna ónýts fótar.
* Fara í klippingu áður en ég slasa einhvern.
* Flytja í leiguíbúð og koma mér upp.
* Hætta að hugsa svona mikið.
* Kaupa endalaust af smádóti (inniskó, tannkrem og flr.).
* Kaupa mér sund- og lyftingakort í íþróttahúsi Egilsstaða.
* Moka snjó, ef fer fram sem horfir með sumarið hérna.
* Halda mér uppteknum.
Fyrir utan auðvitað að koma mér inn í skattstofustarfið og vinna þar baki brotnu í sumar.
* Koma bílnum mínum í gang, í viðgerð og í gegnum skoðun.
* Fara til læknis vegna ónýts fótar.
* Fara í klippingu áður en ég slasa einhvern.
* Flytja í leiguíbúð og koma mér upp.
* Hætta að hugsa svona mikið.
* Kaupa endalaust af smádóti (inniskó, tannkrem og flr.).
* Kaupa mér sund- og lyftingakort í íþróttahúsi Egilsstaða.
* Moka snjó, ef fer fram sem horfir með sumarið hérna.
* Halda mér uppteknum.
Fyrir utan auðvitað að koma mér inn í skattstofustarfið og vinna þar baki brotnu í sumar.
sunnudagur, 22. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá tekur veftímaritið til starfa aftur í nýjum höfuðstöðvum á austurlandi.
Að ofan má sjá fyrstu myndina sem tekin er á heimaslóðunum, næstum því kominn júní og allt á kafi í snjó. Það ömurlega við þetta er að þetta er einnig andleg mynd af líðan minni eins og er en ég sakna skólans og annara aðila jafnmikið og það er mikill snjór á myndinni.
Samt auðvitað gaman að sjá fjölskylduna og allt það.
föstudagur, 20. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ljósi flutninga minna austur á land tek ég mér nokkra daga hlé frá þessari síðu. Ennfremur auglýsi ég hérmeð eftir starfskrafti í að skrifa færslur hérna á þessum niðurtíma. Um er að ræða 120% starf sem borgar um 0 krónur á mánuði, fyrir skatt.
Sjáumst fyrir austan.
Sjáumst fyrir austan.
fimmtudagur, 19. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu þrjár vikur hefur verið sól og blíða í Reykjavík ef undan er talinn einn rigningardagur einhversstaðar á þessu tímabili. Mér reiknast að venjulega sjáist til sólar í Reykjavík þriðja hvern dag og rigning sé þá hina tvo þriðju. Líkurnar á því að þrjár vikur af sól með einum rigningardegi eru þá 0,000000019%. Maður áttar sig ekki alltaf á því hversu heppinn maður er.
þriðjudagur, 17. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fjórfarar vikunnar eiga það allir sameiginlegt að vera óhugnarlegir þegar þeir brosa. Þeir eru að þessu sinni í boði Jónasar Reynis, Eimskipa og raddanna í hausnum á mér.
Heiðar Jónsson, snyrtir
Guðjón Þórðarson, fótboltaþjálfari
Billy Corgan, söngvari
Björgvin Franz Gíslason, hirðfífl
Heiðar Jónsson, snyrtir
Guðjón Þórðarson, fótboltaþjálfari
Billy Corgan, söngvari
Björgvin Franz Gíslason, hirðfífl
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er plan dagsins í ljósi þess að ég byrja ekki að vinna fyrr en á mánudaginn og að fóturinn eyðilagðist óvænt á laugardaginn í körfubolta, sælla minninga, skemmandi öll mín fríplön:
12:00 - 18:00 Sitja.
18:00 - 18:30 Borða.
18:30 - 23:30 Sitja.
23:30 - 00:00 Tannbursta mig og sofna.
12:00 - 18:00 Sitja.
18:00 - 18:30 Borða.
18:30 - 23:30 Sitja.
23:30 - 00:00 Tannbursta mig og sofna.
mánudagur, 16. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er alltaf dásamlegt að komast að því að staðan hjá mér getur alltaf orðið verri. Þetta var staðfest á laugardaginn, í ca sjömilljarðasta skipti (+/- 30) þegar ég, að ég held, sleit vöðva í fæti á körfuboltaæfingu í einum af mínum bestu leikjum.
Ég tók mynd af fætinum, sem er býsna tvöfaldur og allskonar á litinn en vildi síður fæla gesti frá síðunni og birti hana því ekki hér.
Ég hef, eftir langa umhugsun, ákveðið að taka þann pól í hæðina að líta á björtu hliðarnar á þessu máli. Fjólublár er t.d. uppáhaldsliturinn minn og ég elska sársauka.
Ég tók mynd af fætinum, sem er býsna tvöfaldur og allskonar á litinn en vildi síður fæla gesti frá síðunni og birti hana því ekki hér.
Ég hef, eftir langa umhugsun, ákveðið að taka þann pól í hæðina að líta á björtu hliðarnar á þessu máli. Fjólublár er t.d. uppáhaldsliturinn minn og ég elska sársauka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er, eins og oft hefur komið fram, enn einu skólaárinu lokið og veru minni í Reykjavík einnig. Viðeigandi er því að gera veturinn upp í upptalningu, á minn hátt:
Síðastliðinn vetur...
..hef ég aldrei verið jafn slappur í náminu.
..eignaðist ég nýja úlpu.
..eignaðist ég nýjan gemsa og opnaði gsmblogg.
..eignaðist ég ný gleraugu.
..hefur mér á ákveðnum tímapunkti aldrei liðið betur.
..hefur mér á ákveðnum tímapunkti aldrei liðið verr.
..lokaði ég þessu bloggi fimm sinnum og hætti við áður en nokkur sá í öll skiptin.
Síðastliðinn vetur...
..hef ég aldrei verið jafn slappur í náminu.
..eignaðist ég nýja úlpu.
..eignaðist ég nýjan gemsa og opnaði gsmblogg.
..eignaðist ég ný gleraugu.
..hefur mér á ákveðnum tímapunkti aldrei liðið betur.
..hefur mér á ákveðnum tímapunkti aldrei liðið verr.
..lokaði ég þessu bloggi fimm sinnum og hætti við áður en nokkur sá í öll skiptin.
laugardagur, 14. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi mætti ég í teiti hjá Unni, samstarfsmanni mínum í HR en hún á eitt stærsta hús Garðabæjar með manni sínum. Allavega, kynjaskiptingin í partíinu var ca 15/85, karlmönnum í óhag. Ég lét það þó ekki á mig fá, drakk ekkert, sagði ekkert og fór snemma heim.
Þegar ég hugsa út í það þá held ég að ég hafi látið það á mig fá. Hvað sem því líður þá tók ég nokkrar myndir og sendi inn á netið. Sjáið þær hér.
Þegar ég hugsa út í það þá held ég að ég hafi látið það á mig fá. Hvað sem því líður þá tók ég nokkrar myndir og sendi inn á netið. Sjáið þær hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef eytt öllum tenglum sem vísa á blogg sem ekki vísa til baka á þessa síðu. Undan eru talin þau blogg sem eru ekki með neina hlekki og enga kunnáttu til að setja þá upp, þrátt fyrir sjúkan vilja til að hlekkja á mig og mína síðu.
Ef þið bætið mér við í hlekki, látið mig vita. Þið fáið þá hlekk til baka, ef ritstjórnin samþykkir.
Stríðið er hafið.
Ef þið bætið mér við í hlekki, látið mig vita. Þið fáið þá hlekk til baka, ef ritstjórnin samþykkir.
Stríðið er hafið.
föstudagur, 13. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér hefur verið velt úr sessi sem besti og mesti bloggari alheimsins. Sá bloggari sem það hefur gert er hvorki duglegri né langlífari en ég í bloggheimnum heldur bloggaði hún í hríðum, á meðan hún var að byrja að eignast barn. Samkvæmt rokkstigabókinni á hún að fá nokkur rokkstig fyrir það.
Til hamingju með titilinn og nýju stelpuna Maggý.
Ég mun þó snúa aftur. Ég mun blogga þegar ég fæ nýrnasteinakast og endurheimta titilinn varanlega!
Til hamingju með titilinn og nýju stelpuna Maggý.
Ég mun þó snúa aftur. Ég mun blogga þegar ég fæ nýrnasteinakast og endurheimta titilinn varanlega!
fimmtudagur, 12. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er þessari önn lokið með fyrirlestri um Rammagerðina fyrir eigendur hennar, rekstrarstjóra og kennara Stefnumótunar. Verkefnið gekk ágætlega en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er fullkomlega niðurbrotinn þessa stundina. Ástæðan er augljós; önnin er búin og eins og allir sem þekkja mig vita þá þoli ég illa breytingar.
Það þýðir þó ekkert að velta sér upp úr volæðinu en samkvæmt sögubókunum gerði Hitler það oft og ekki vil ég vera eins og hann.
Allavega, einkunnir mínar fyrir þessa önn eru eftirfarandi:
Aðgerðagreining: 8 (Bjóst við 8,5 - 9)
Fjármál II: 8 (Bjóst við 7)
Mannauðsstjórnun: 7 (Bjóst við miklu falli)
Markaðsfræði II: 8 (Bjóst við miklu falli)
Enn á ég eftir að fá úr stefnumótun. Meðaleinkunn er því 7,75, sem er 0,01 hærra en heildarmeðaleinkunn mín hingað til.
Það þýðir þó ekkert að velta sér upp úr volæðinu en samkvæmt sögubókunum gerði Hitler það oft og ekki vil ég vera eins og hann.
Allavega, einkunnir mínar fyrir þessa önn eru eftirfarandi:
Aðgerðagreining: 8 (Bjóst við 8,5 - 9)
Fjármál II: 8 (Bjóst við 7)
Mannauðsstjórnun: 7 (Bjóst við miklu falli)
Markaðsfræði II: 8 (Bjóst við miklu falli)
Enn á ég eftir að fá úr stefnumótun. Meðaleinkunn er því 7,75, sem er 0,01 hærra en heildarmeðaleinkunn mín hingað til.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef þið, lesendur góðir, væruð til í að líta alveg neðst á síðuna og sjá að teljarinn er við það að detta í gest númer 200.000. Þá er auðvitað kominn tími fyrir leik og í þetta sinn með alvöru verðlaunum.
Gestur númer 200.000 fær...
...ok, fyrst skulum við spila annan leik: komið með tillögur fyrir verðlaun til gests númer 200.000. Í verðlaun fyrir bestu tillöguna verður...
...ok, fyrst annar leikur. Sleppum þessu bara.
Gestur númer 200.000 fær...
...ok, fyrst skulum við spila annan leik: komið með tillögur fyrir verðlaun til gests númer 200.000. Í verðlaun fyrir bestu tillöguna verður...
...ok, fyrst annar leikur. Sleppum þessu bara.
miðvikudagur, 11. maí 2005
þriðjudagur, 10. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir 14 daga í röð af svona sólskinsveðri í Reykjavík rigndi loksins í gær. Gærdagsúrhellið var að andvirði tveggja vikna Reykjavíkurrigningar sem þýðir að við stöndum á sléttu hvað regn varðar.
Allavega, þessi mynd er hér með dæmd bjartasta mynd síðunnar, fyrr og síðar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þennan miða er að finna við eina af útidyrahurðum Kringlunnar. Hversu stórt svæði er "utan við anddyrið"? Ég geri ráð fyrir að það sé allur heimurinn. Góð tilraun til að banna reykingar í heiminum hjá stjórnendum Kringlunnar en allt kom fyrir ekki þar sem ég sá mann reykja fyrir utan Hlemm stuttu síðar. Kemur.
mánudagur, 9. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég finn mig knúinn til að vara lesendur þessarar síðu við því að fara á myndina The Hitchhikers guide to the galaxy en á hana fór ég í gærkvöldi með Kollu systir. Myndin fjallar um mann sem þvælist um geiminn í kjölfar þess að jörðin er sprengd í loft upp af geimverum.
Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn leiðinlegri mynd. Húmorinn, ef húmor skyldi kalla, er einhver samsuða Harry Potter myndanna og Bridget Jones's Diary og söguþráðurinn svo gjörsamlega út í hött að það nær engri átt. Það þarf hæfileika til að gera svona leiðinlega mynd.
Ég ætla þó að vera örlátur í þetta skipti í stjörnugjöf og gefa hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló auk þess sem ég gef hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem myndin endaði. Hálf stjarna af fjórum.
Ef einhver spyr hvort þið viljið fara með á þessa mynd; hlaupið.
Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn leiðinlegri mynd. Húmorinn, ef húmor skyldi kalla, er einhver samsuða Harry Potter myndanna og Bridget Jones's Diary og söguþráðurinn svo gjörsamlega út í hött að það nær engri átt. Það þarf hæfileika til að gera svona leiðinlega mynd.
Ég ætla þó að vera örlátur í þetta skipti í stjörnugjöf og gefa hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló auk þess sem ég gef hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem myndin endaði. Hálf stjarna af fjórum.
Ef einhver spyr hvort þið viljið fara með á þessa mynd; hlaupið.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta árás á mig vegna pistlaskrifa minna í Austurgluggann átti sér stað í gær þegar svokallað "psycho bitch from hell" bætti mér við á msnið spjallforritið sitt og lét skammir sínar duna á mér fyrir að tala illa um fegurðarsamkeppnir. Ég reyndi að útskýra sjónarhorn mitt en allt kom fyrir ekki.
Það er skemmst frá því að segja að viðkomandi árásaraðili er ung, sæt og að drepast úr frekju, enda fylgjast þessir þrír eiginleikar yfirleitt að. Til að gera stutta sögu styttri þá eyddi ég henni af spjallforritinu mínu og vonast til að sjá hana aldrei aftur.
Það er skemmst frá því að segja að viðkomandi árásaraðili er ung, sæt og að drepast úr frekju, enda fylgjast þessir þrír eiginleikar yfirleitt að. Til að gera stutta sögu styttri þá eyddi ég henni af spjallforritinu mínu og vonast til að sjá hana aldrei aftur.
sunnudagur, 8. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fékk ég einstakt tækifæri á netinu um að æfa hina göfugu íþrótt bandý í sumar á Egilsstöðum. Ég þáði það og mun því gera eftirfarandi í sumar:
* Vinna vonandi mjög mikið á Skattstofu Austurlands
* Spila körfubolta með úrvalsdeildarliði
* Lyfta mikið og þyngjast
* Synda mikið og verða kolsvartur í sólinni
* Skokka og fá mér meira úthald
* Spila bandý af áfergju og slá í gegn
* Fara í daglega göngutúra til að anda fersku lofti
* Borða annað slagið til að drepast ekki
* Sofa annað slagið til að verða ekki geðveikur
Þar sem þetta er alltof mikið fyrir 24ra tíma dag og ég býsna þrjóskur hef ég ákveðið að hægja á snúningi jarðar og þannig lengja sólarhringinn um amk 10 tíma til að geta gert þetta allt. Vinsamlegast hoppið eins fast og þið getið þegar ég segi.
* Vinna vonandi mjög mikið á Skattstofu Austurlands
* Spila körfubolta með úrvalsdeildarliði
* Lyfta mikið og þyngjast
* Synda mikið og verða kolsvartur í sólinni
* Skokka og fá mér meira úthald
* Spila bandý af áfergju og slá í gegn
* Fara í daglega göngutúra til að anda fersku lofti
* Borða annað slagið til að drepast ekki
* Sofa annað slagið til að verða ekki geðveikur
Þar sem þetta er alltof mikið fyrir 24ra tíma dag og ég býsna þrjóskur hef ég ákveðið að hægja á snúningi jarðar og þannig lengja sólarhringinn um amk 10 tíma til að geta gert þetta allt. Vinsamlegast hoppið eins fast og þið getið þegar ég segi.
laugardagur, 7. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Verandi búinn að skrá hugsanir mínar í næstum tvö og hálft ár á þessa síðu og hafandi ekkert að segja þessa stundina, get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort ég sé búinn að skrifa um allt sem hægt er að skrifa um og um allt sem ég hef nokkurntíman hugsað um. Svo les ég þessa færslu og átta mig að ég get alltaf skrifa um að hafa ekkert að segja*.
*Þessi færsla var kosin innantómasta færsla Norðurlanda mánaðarins, og er mánuðurinn þó aðeins nýbyrjaður.
*Þessi færsla var kosin innantómasta færsla Norðurlanda mánaðarins, og er mánuðurinn þó aðeins nýbyrjaður.
föstudagur, 6. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Niðurstöður eru komnar úr skyndiprófinu sem ég hélt fyrir nokkrum dögum síðan. Útkoman er sláandi; meðaleinkunn upp á 6,36 (af 10) með staðalfrávikið 2,46. 15% féll sem þýðir að 85% náði. Meðaleinkunn þeirra sem náðu var 7,18 með staðalfrávik 1,42.
Hér fyrir neðan má svo sjá dreifinguna en öllum að óvörum var þetta graf ekki normaldreift. Skammist ykkar! Einnig er þarna enn neðar niðurstöður allra.
Ásættanlegt
Helgi hæstur með 10. Til hamingju!
Hér fyrir neðan má svo sjá dreifinguna en öllum að óvörum var þetta graf ekki normaldreift. Skammist ykkar! Einnig er þarna enn neðar niðurstöður allra.
Ásættanlegt
Helgi hæstur með 10. Til hamingju!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Alveg finnst mér magnað hversu oft ég segi 'magnað' þegar ég heyri af einhverju mögnuðu. Ég virðist ekki geta fundið neitt annað nógu magnað orð til að lýsa þessari mögnuðu tilfinningu sem fylgir þessari mögnuðu sýn.
Þið megið koma með önnur lýsingarorð fyrir mig að nota áður en ég geng af göflunum.
Þið megið koma með önnur lýsingarorð fyrir mig að nota áður en ég geng af göflunum.
fimmtudagur, 5. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef ákveðið að hætta að reyna að þyngja mig í ljósi þess að áralöng barátta mín við vankílóin er ekki að ganga sem skildi, jafnvel ekki neitt. Þess í stað hef ég ákveðið að grenna alla á Íslandi um 10-20 kg svo ég líti út fyrir að vera meiri um mig og spengilegri. Það ætti að ganga betur.
Fyrsta hugmynd er að hefja þættina 'Lazytown at night' fyrir fullorðna fólkið. Ef allt gengur vel verð ég orðinn eðlilegur í vexti eftir 20-30 ár.
Fyrsta hugmynd er að hefja þættina 'Lazytown at night' fyrir fullorðna fólkið. Ef allt gengur vel verð ég orðinn eðlilegur í vexti eftir 20-30 ár.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mikið ótrúlega vildi ég óska þess að ég væri að eignast barn í dag. Kennitala barnsins yrði þá 050505 sem myndi gefa mér endalaust af umræðuefnum í partíum um ókomna framtíð. Ef fólki myndi svo ekki finnast þetta sniðugt þá gæti ég bara skýrt barnið einhverju fyndnu nafni sem tengist þessu eins og Fimmbogi eða Fimmur.
Ég ætla að setja peningana þar sem munnurinn á mér er og stefna að þessu næsta ár. Ekki trufla mig 6. september næstkomandi. Satanía mun bera kennitöluna 060606.
Ég ætla að setja peningana þar sem munnurinn á mér er og stefna að þessu næsta ár. Ekki trufla mig 6. september næstkomandi. Satanía mun bera kennitöluna 060606.
miðvikudagur, 4. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Stríð mitt við djöfla- og sjálfsalafyrirtækið Selecta hefur náð hæstu hæðum eftir að ég skrifaði eftirfarandi tölvupóst til þeirra í gær:
"Komið þið sæl
Í gær sló sælgætissjálfsali ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur met þegar hann gleypti hvorki meira né minna en 300 krónur í einu þegar ég gerði djarfa tilraun til samlokukaupa. Í dag gaf svo smámyntaskiptir ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur mér fjóra hundrað krónu peninga fyrir einn fimmhundruð króna seðil.
Nettó hef ég því tapað 400 krónum síðasta sólarhring á tækjum ykkar.
Vinsamlegast leggið þær inn á reikning 0175-26-1977
Kennitala: 280778-4439.
Kærar þakkir.
Finnur Torfi Gunnarsson
Nemi við HR"
Rúmum 15 tímum síðar hef ég ekkert svar fengið né heldur innlagt á mig 400 krónur.
Þetta er vonandi síðasta færslan um kalda stríðið milli mín og Selecta.
Í gær sló sælgætissjálfsali ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur met þegar hann gleypti hvorki meira né minna en 300 krónur í einu þegar ég gerði djarfa tilraun til samlokukaupa. Í dag gaf svo smámyntaskiptir ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur mér fjóra hundrað krónu peninga fyrir einn fimmhundruð króna seðil.
Nettó hef ég því tapað 400 krónum síðasta sólarhring á tækjum ykkar.
Vinsamlegast leggið þær inn á reikning 0175-26-1977
Kennitala: 280778-4439.
Kærar þakkir.
Finnur Torfi Gunnarsson
Nemi við HR"
Rúmum 15 tímum síðar hef ég ekkert svar fengið né heldur innlagt á mig 400 krónur.
Þetta er vonandi síðasta færslan um kalda stríðið milli mín og Selecta.
þriðjudagur, 3. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega sá ég Djúpu Laugarþátt á Skjá einum en þeir þættir hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun frá því þeir voru síðast á dagskrá en þá snérust þeir um að strákur eða stelpa spurði þrjár stelpur eða þrjá stráka ýmissa spurninga áður en hún eða hann valdi einn eða eina til að fara með á stefnumót. Bara dæmigerður stefnumótaþáttur. Þá snérist þátturinn um hver myndi vinna.
En ekki lengur. Nýji þátturinn snýst um taparana og að gera sem minnst úr þeim. Nú má spyrjandinn velja tvo aðila með sér á stefnumót svo einn situr eftir með sárt ennið og allar myndavélarnar á sér. Næstu vikuna á eftir er svo sýnt frá stefnumótinu og sérstök áhersla lögð á þann sem ekki er valinn af þessum tveimur, og myndbrotið spilað aftur og aftur til að gera meira úr niðurlægingunni.
Hræðilegt skref hjá skjá einum. Ég mun amk aldrei horfa á þetta sorp aftur.
En ekki lengur. Nýji þátturinn snýst um taparana og að gera sem minnst úr þeim. Nú má spyrjandinn velja tvo aðila með sér á stefnumót svo einn situr eftir með sárt ennið og allar myndavélarnar á sér. Næstu vikuna á eftir er svo sýnt frá stefnumótinu og sérstök áhersla lögð á þann sem ekki er valinn af þessum tveimur, og myndbrotið spilað aftur og aftur til að gera meira úr niðurlægingunni.
Hræðilegt skref hjá skjá einum. Ég mun amk aldrei horfa á þetta sorp aftur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ömurleg tilfinning að átta sig á því að hafa tapað einhverju sem er manni svo kært, án þess að hafa vitað af því áður. Sem dæmi má taka að ég áttaði mig á því hversu gaman var að búa í Trékyllisvík ca korteri eftir að ég flutti þaðan.
Allavega, í morgun áttaði ég mig á því að það er frábær tilfinning að geta litið til vinstri, þegar ég fékk hálsríg og get nú ekki litið til vinstri án þess að snúa upp á allan, fagurlimaðan, líkamann.
Allavega, í morgun áttaði ég mig á því að það er frábær tilfinning að geta litið til vinstri, þegar ég fékk hálsríg og get nú ekki litið til vinstri án þess að snúa upp á allan, fagurlimaðan, líkamann.
mánudagur, 2. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Veitið athygli! Ég er orðinn einn af stjórnendum síðunnar geimur.is en með þeirri stöðu fylgir sjúkt vald, vald sem ég mun jafnvel ekki höndla. Umgangist mig því af varkárni eða illa fer.
Allavega, þá er netsagan mín orðin svona:
1997: Fékk mér internetið.
2002: Opnaði veftímarit þetta.
2005: Varð hlekkjastjórnandi á geimur.is.
Svona mun þetta svo alltsaman enda:
2006: Ég stofna mína eigin internetverslun.
2009: Internetverslunin mín setur amazon.com á hausinn.
2012: Ég hætti að hlæja yfir óförum amazon.com.
2015: Internetið er sprengt í loft upp af trúarofstækismönnum.
2016: Ég læt lífið í miklu internetleysi og ennþá meira volæði.
Allavega, þá er netsagan mín orðin svona:
1997: Fékk mér internetið.
2002: Opnaði veftímarit þetta.
2005: Varð hlekkjastjórnandi á geimur.is.
Svona mun þetta svo alltsaman enda:
2006: Ég stofna mína eigin internetverslun.
2009: Internetverslunin mín setur amazon.com á hausinn.
2012: Ég hætti að hlæja yfir óförum amazon.com.
2015: Internetið er sprengt í loft upp af trúarofstækismönnum.
2016: Ég læt lífið í miklu internetleysi og ennþá meira volæði.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi lauk ég við minn þriðja pistil fyrir Austurgluggann. Það sem gerir þennan pistil frábrugðinn hinum er að þessi tryggir að ég verði tekinn nokkrum sinnum af lífi af einhverjum róttækum hægri mönnum þegar ég mæti austur á land eftir nokkrar vikur. Allir að kíkja á austurgluggann á fimmtudaginn.
sunnudagur, 1. maí 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að "Hvar er Valli?" getraun vikunnar. Smellið hér til að taka hana. Vara ber þó þá sem ekki eru viðbjóðslegir perrar við að taka hana þar sem hún er vægast sagt ósmekkleg.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að skyndiprófi! Takið það hér. 10 krossaspurningar sem hver gildir 1%, alls 10% af lokaeinkunn ykkar. Þið þurfið að ná lokaprófinu svo þetta telji en lokaprófið verður haldið þegar ragnarök láta sjá sig, hvenær sem það verður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Getraun dagsins: Hvaða manneskja á ekki heima á þessari mynd? Rétt eins og hvaða hlutur á ekki heima á þessari mynd?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)