Nýlega sá ég Djúpu Laugarþátt á Skjá einum en þeir þættir hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun frá því þeir voru síðast á dagskrá en þá snérust þeir um að strákur eða stelpa spurði þrjár stelpur eða þrjá stráka ýmissa spurninga áður en hún eða hann valdi einn eða eina til að fara með á stefnumót. Bara dæmigerður stefnumótaþáttur. Þá snérist þátturinn um hver myndi vinna.
En ekki lengur. Nýji þátturinn snýst um taparana og að gera sem minnst úr þeim. Nú má spyrjandinn velja tvo aðila með sér á stefnumót svo einn situr eftir með sárt ennið og allar myndavélarnar á sér. Næstu vikuna á eftir er svo sýnt frá stefnumótinu og sérstök áhersla lögð á þann sem ekki er valinn af þessum tveimur, og myndbrotið spilað aftur og aftur til að gera meira úr niðurlægingunni.
Hræðilegt skref hjá skjá einum. Ég mun amk aldrei horfa á þetta sorp aftur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.