Í dag fékk ég einstakt tækifæri á netinu um að æfa hina göfugu íþrótt bandý í sumar á Egilsstöðum. Ég þáði það og mun því gera eftirfarandi í sumar:
* Vinna vonandi mjög mikið á Skattstofu Austurlands
* Spila körfubolta með úrvalsdeildarliði
* Lyfta mikið og þyngjast
* Synda mikið og verða kolsvartur í sólinni
* Skokka og fá mér meira úthald
* Spila bandý af áfergju og slá í gegn
* Fara í daglega göngutúra til að anda fersku lofti
* Borða annað slagið til að drepast ekki
* Sofa annað slagið til að verða ekki geðveikur
Þar sem þetta er alltof mikið fyrir 24ra tíma dag og ég býsna þrjóskur hef ég ákveðið að hægja á snúningi jarðar og þannig lengja sólarhringinn um amk 10 tíma til að geta gert þetta allt. Vinsamlegast hoppið eins fast og þið getið þegar ég segi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.