Mjög sérkennilegt hvernig forrit eru oft nefnd kvenmannsnöfnum. Ég vinn t.d. nánast eingöngu á forritin Hörpu og Regínu í vinnunni.
Í kjölfarið get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort höfundar forritanna séu ekki ekki undantekningalaust einhleypir karlkyns forritarar. Það væri allavega rökrétt. Ég t.d. skýri alla mína hluti, hvort sem ég kaupi þá eða bý til sjálfur, kvenkynsnöfnum, enda grunsamlega einhleypur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.