Samkvæmt samtali við yfirmann minn hér á skattstofunni í dag er ekki nóg með að það sé gert ráð fyrir að ég verði að vinna þessa helgi, allan daginn og jafnvel fram á kvöld báða dagana, heldur verð ég í yfirvinnu framundir og jafnvel framyfir kvöldmat alla virka daga og allar helgar í sumar.
Ég kveð því skemmtanalífið og skuldirnar að sinni með þá von í hjarta að ég sjái þau aftur í haust, þegar ég sný aftur í saurlíf Reykjavíkur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.