Það er alltaf fyndið þegar kvikmyndaþýðendur snappa og skrifa einhverja vitleysu í texta við eitthvað augljóst. Tvö fyndnustu atriði sem ég man eftir voru eftirfarandi:
* Tveir strákar hlaupa inn um hlið, einn á eftir öðrum í glaðlegri barnamynd. Þegar sá síðari hleypur í gegn hrópar sá fyrri "shut the gate!" sem ætti að þýðast "Lokaðu hliðinu!" en var þýtt "Skjóttu geitina!".
* Kona hengir upp lök á snúrur í léttri ævintýramynd þegar tveir álfar fljúga í gegnum þvottinn og valda hugarangri konunnar. Hún segir stundarhátt "Damn fairys" sem ætti að þýðast "Fjandans álfar" en var þýtt "Helvítis hommar!".
Endilega komið með fleiri dæmi í athugasemdirnar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.