mánudagur, 30. maí 2005

Ég hef fengið ábendingar um að það vanti allar skopsögur hérna úr hversdaglegu amstri mínu. Hér kemur eitt fyndnasta atvik sem hent hefur mig síðustu tvær vikur:

Ég ætlaði að prenta út ívilnun í gærkvöldi í vinnunni og tókst það ágætlega nema þegar ég ætla að taka hana úr prentaranum sé ég að það er aðeins um eitt blað að ræða í stað tveggja en ívilnanir fylla venjulega tvö blöð. Ég klóraði mér í hausnum, leit svo á prentarann og sá að það vantaði A4 blöð í hann.

Þetta gerist þegar þið erum með frekju og segið mér að skrifa eitthvað fyndið. Hvað hafið þið lært á þessari færslu?

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.