fimmtudagur, 12. maí 2005

Þá er þessari önn lokið með fyrirlestri um Rammagerðina fyrir eigendur hennar, rekstrarstjóra og kennara Stefnumótunar. Verkefnið gekk ágætlega en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er fullkomlega niðurbrotinn þessa stundina. Ástæðan er augljós; önnin er búin og eins og allir sem þekkja mig vita þá þoli ég illa breytingar.

Það þýðir þó ekkert að velta sér upp úr volæðinu en samkvæmt sögubókunum gerði Hitler það oft og ekki vil ég vera eins og hann.

Allavega, einkunnir mínar fyrir þessa önn eru eftirfarandi:

Aðgerðagreining: 8 (Bjóst við 8,5 - 9)
Fjármál II: 8 (Bjóst við 7)
Mannauðsstjórnun: 7 (Bjóst við miklu falli)
Markaðsfræði II: 8 (Bjóst við miklu falli)

Enn á ég eftir að fá úr stefnumótun. Meðaleinkunn er því 7,75, sem er 0,01 hærra en heildarmeðaleinkunn mín hingað til.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.