Veitið athygli! Ég er orðinn einn af stjórnendum síðunnar geimur.is en með þeirri stöðu fylgir sjúkt vald, vald sem ég mun jafnvel ekki höndla. Umgangist mig því af varkárni eða illa fer.
Allavega, þá er netsagan mín orðin svona:
1997: Fékk mér internetið.
2002: Opnaði veftímarit þetta.
2005: Varð hlekkjastjórnandi á geimur.is.
Svona mun þetta svo alltsaman enda:
2006: Ég stofna mína eigin internetverslun.
2009: Internetverslunin mín setur amazon.com á hausinn.
2012: Ég hætti að hlæja yfir óförum amazon.com.
2015: Internetið er sprengt í loft upp af trúarofstækismönnum.
2016: Ég læt lífið í miklu internetleysi og ennþá meira volæði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.