Mér hefur verið velt úr sessi sem besti og mesti bloggari alheimsins. Sá bloggari sem það hefur gert er hvorki duglegri né langlífari en ég í bloggheimnum heldur bloggaði hún í hríðum, á meðan hún var að byrja að eignast barn. Samkvæmt rokkstigabókinni á hún að fá nokkur rokkstig fyrir það.
Til hamingju með titilinn og nýju stelpuna Maggý.
Ég mun þó snúa aftur. Ég mun blogga þegar ég fæ nýrnasteinakast og endurheimta titilinn varanlega!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.