Það er alltaf dásamlegt að komast að því að staðan hjá mér getur alltaf orðið verri. Þetta var staðfest á laugardaginn, í ca sjömilljarðasta skipti (+/- 30) þegar ég, að ég held, sleit vöðva í fæti á körfuboltaæfingu í einum af mínum bestu leikjum.
Ég tók mynd af fætinum, sem er býsna tvöfaldur og allskonar á litinn en vildi síður fæla gesti frá síðunni og birti hana því ekki hér.
Ég hef, eftir langa umhugsun, ákveðið að taka þann pól í hæðina að líta á björtu hliðarnar á þessu máli. Fjólublár er t.d. uppáhaldsliturinn minn og ég elska sársauka.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.