miðvikudagur, 4. maí 2005

Stríð mitt við djöfla- og sjálfsalafyrirtækið Selecta hefur náð hæstu hæðum eftir að ég skrifaði eftirfarandi tölvupóst til þeirra í gær:

"Komið þið sæl

Í gær sló sælgætissjálfsali ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur met þegar hann gleypti hvorki meira né minna en 300 krónur í einu þegar ég gerði djarfa tilraun til samlokukaupa. Í dag gaf svo smámyntaskiptir ykkar í matsal Háskóla Reykjavíkur mér fjóra hundrað krónu peninga fyrir einn fimmhundruð króna seðil.

Nettó hef ég því tapað 400 krónum síðasta sólarhring á tækjum ykkar.

Vinsamlegast leggið þær inn á reikning 0175-26-1977
Kennitala: 280778-4439.

Kærar þakkir.
Finnur Torfi Gunnarsson
Nemi við HR
"

Rúmum 15 tímum síðar hef ég ekkert svar fengið né heldur innlagt á mig 400 krónur.

Þetta er vonandi síðasta færslan um kalda stríðið milli mín og Selecta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.