Það er ömurleg tilfinning að átta sig á því að hafa tapað einhverju sem er manni svo kært, án þess að hafa vitað af því áður. Sem dæmi má taka að ég áttaði mig á því hversu gaman var að búa í Trékyllisvík ca korteri eftir að ég flutti þaðan.
Allavega, í morgun áttaði ég mig á því að það er frábær tilfinning að geta litið til vinstri, þegar ég fékk hálsríg og get nú ekki litið til vinstri án þess að snúa upp á allan, fagurlimaðan, líkamann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.