Fyrsta árás á mig vegna pistlaskrifa minna í Austurgluggann átti sér stað í gær þegar svokallað "psycho bitch from hell" bætti mér við á msnið spjallforritið sitt og lét skammir sínar duna á mér fyrir að tala illa um fegurðarsamkeppnir. Ég reyndi að útskýra sjónarhorn mitt en allt kom fyrir ekki.
Það er skemmst frá því að segja að viðkomandi árásaraðili er ung, sæt og að drepast úr frekju, enda fylgjast þessir þrír eiginleikar yfirleitt að. Til að gera stutta sögu styttri þá eyddi ég henni af spjallforritinu mínu og vonast til að sjá hana aldrei aftur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.