Ég finn mig knúinn til að vara lesendur þessarar síðu við því að fara á myndina The Hitchhikers guide to the galaxy en á hana fór ég í gærkvöldi með Kollu systir. Myndin fjallar um mann sem þvælist um geiminn í kjölfar þess að jörðin er sprengd í loft upp af geimverum.
Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn leiðinlegri mynd. Húmorinn, ef húmor skyldi kalla, er einhver samsuða Harry Potter myndanna og Bridget Jones's Diary og söguþráðurinn svo gjörsamlega út í hött að það nær engri átt. Það þarf hæfileika til að gera svona leiðinlega mynd.
Ég ætla þó að vera örlátur í þetta skipti í stjörnugjöf og gefa hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló auk þess sem ég gef hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem myndin endaði. Hálf stjarna af fjórum.
Ef einhver spyr hvort þið viljið fara með á þessa mynd; hlaupið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.