Ég gat ekki annað en brosað þegar ég heyrði af viðburði í Liverpool þar sem um 200.000 manns tóku á móti fótboltabikar undir laginu 'You'll never walk alone'. Ég brosti ekki vegna þess að ég er Liverpool- eða fótboltaaðdáandi heldur vegna þess að hugmyndin um að spila þetta rólega og fallega lag undir brjáluð fagnaðarlæti fótboltavillimannanna í Liverpool er mjög mótsagnakennt. Til að fótboltavillimenn skilji hvað ég eigi við þá er þetta nákvæmlega það sama og ef dauðarokkhljómsveitin Sepultura væri spiluð undir hjá ballerínu eða einhverju álíka viðkvæmu, þegar hún tekur við verðlaunum.
Ef einhver mótmælir því að fótboltaaðdáendur séu villimenn þá sannast þessi kenning mín á næsta balli þar sem ég verð laminn af æstum hópi fótboltavillimanna sem slysast hafa til að lesa þessa færslu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.