fimmtudagur, 31. mars 2005



John Stockton sem stytta


Nýlega var afhjúpuð þriggja metra há stytta af besta point guard allra tíma; John Stockton, fyrir utan Delta Center í Utah. Síðar mun seinni helmingi þessa glæsilega listaverks vera bætt við en það verður eftirlíking af Karl Malone, besta kraftframherja allra tíma. Jordan styttan fyrir utan leikvang Chicago Bulls er skyndilega mjög ómerkilegt og lítil.

Allavega, hér getið þið séð myndir frá afhjúpuninni og hér lesið íslenska grein um málið, sem mig grunar að Baldur Hans, Jazzari með meiru, hafi staðið á bakvið.
Rétt í þessu tók ég próf sem ég fann á síðunni hans Helga bróður. Ég væri að ljúga ef ég segði að niðurstöðunar kæmu mér á óvart:

hippies
Þú ert hippi. Wow.


Hvaða gerð manneskju frá sjöunda áratug síðustu aldar ertu?
orkað af Quizilla

miðvikudagur, 30. mars 2005

Hér eru nokkur sannsöguleg merki þess að allt sé að fara til helvítis:

* Visa reikningurinn minn kom í tveimur umslögum.
* Ég keypti hárnæringu.
* Ég hlakkaði til að komast heim til að prófa hárnæringuna.
* Ég hef ekki séð nágrannaþátt í rúma þrjá mánuði.
* Ég er farinn að sætta mig við hræðilegt gengi Utah Jazz, mitt lið til margra ára.
* Ég nenni engan veginn að skrá bloggfærslur þessar vikurnar þrátt fyrir að vera búinn að safna upp mörgum vikum af blogghugmyndum.
* Ég finn ekki fleiri atriði en þetta þegar allt er komið hálfa leið til helvítis.
Á föstudaginn 1. apríl næstkomandi verður stórleikur á Hlíðarenda í körfuknattleik þegar Höttur og Valur kljást um sæti í úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eftir því sem ég best veit kostar eitthvað inn en það er svo lítið að það er hlægilegt. Hlægilegt segi ég! Lykilatriði til að muna; Hlíðarendi, 1. apríl og 19:15.

Allir að mæta! Þeir sem ekki mæta verða fyrir bölvun axlabandagerðamannsins.

Já, ég þekki axlabandagerðamanninn.

þriðjudagur, 29. mars 2005

Þá er páskafríinu að ljúka. Ég ætlaði mér stóra hluti fyrir fríið eins og þessi listi sýnir:

-Páskaaðgerðalisti Finns.tk-
* Læra alla daga, alltaf!
* Kaupa ný gleraugu.
* Blogga bestu færslu allra tíma.
* Skokka og stunda almenna hreyfingu.
* Fara í bíó.
* Kaupa mér páskaegg.
* Taka til.
* Hanna á mig ofurhetjubúning úr latexi.

Hér er hinsvegar fyllilega tæmandi listi yfir það sem ég gerði í páskafríinu:

* Fór í bíó.

12,5% árangur. Óvenjuhátt.



Ég leigi mér videospólur og DVD diska í fyrirtæki með eitt fyndnasta nafnið í bransanum; James Bönd. Endilega komið með fleiri fyndin nöfn á fyrirtækjum ef þið hafið.



Enn eitt skrefið í átt að líkjast Jeff "The Dude" Lebowski var tekið í kvöld þegar ég tók þátt í keilukeppni andlegra fatlaðra og bar sigur úr bítum í fyrri umferð. Í síðari umferð beið ég hinsvegar afhroð, lenti í síðasta sæti á eftir Bergvini, Gullu, Heiðdísi og Garðari. Eftir keilu var svo farið í spilakeppni heima hjá Garðari til rúmlega 1:30 um nóttina. Helvíti skemmtilegt kvöld að baki. Takk fyrir mig.

mánudagur, 28. mars 2005




Í gærkvöldi fór ég á hörkurúnt með Bergvini og Gylfa sem sjást hér í þungum þönkum yfir ástandinu í miðausturlöndum. Rúnturinn var góður og félagsskapurinn betri.
Í tilefni af páskunum ætla ég með þessari færslu að bjóða öllum upp á stafrænt kaffi. Gjörið svo vel. Bara ekki hella niður!

sunnudagur, 27. mars 2005




Stríðið gegn sjálfsölunum heldur áfram. Þessi stal af mér 150 krónum í dag auk þess sem hann stíflaðist og olli því að ég varð mjög reiður. Og já, hann er frá Selecta.



Páskadegi eytt í HR þar sem varla nokkur maður lætur sjá sig enda um gríðarlega trúaðan skóla að ræða.

laugardagur, 26. mars 2005




Gleðilegir námsmannapáskar í HR eru í boði Selecta. Selecta; við þurfum ekki að fylla á sjálfsala af því við þurfum ekki á viðskiptum ykkar að halda.

Að öllu gamni slepptu þá skiptir þetta engu máli því smámyntaskiptir Selecta er handónýtur og því ekki hægt að versla hjá þeim hvort eð er. Versta þjónusta í alheiminum?
Þegar allt gengur á afturfótunum í einkalífinu og skólanum þá virðist allt ganga upp á internetinu og öðru því tengdu. Hér er þrjú afrek mín þessa dagana á internetinu:

* Aðsóknin á þessa síðu hefur aldrei verið meiri. Milli 130 og 200 manns skoða síðuna daglega.

* Ég tek þátt í að giska á úrslit körfuboltaliðsins Utah Jazz á þessari síðu. Þegar 66 leikir hafa verið taldir er ég í langfyrsta sæti í fyrsta sinn en þetta er fjórða árið sem ég tek þátt. Sjáið stöðuna hér.

* Á þessari síðu hef ég stjórnað gervi NBA liðinu Utah Jazz í 20 tímabil (ca 3-4 ár samtals) þar sem ég stjórna uppröðun leikmanna, drafta leikmenn og skipti þeim. Í gær vann ég minn fyrsta meistaratitil. Kíkið á það hér.

* Ég hef unnið tvö uppboð á uppboðsvefnum ebay á glæsilegan hátt fyrir tilstilli VISA, besta vinar míns.

föstudagur, 25. mars 2005



Hinn raunverulegi Carter þjálfari


Fyrir tveimur vikum sá ég myndina Coach Carter með Björgvini bróðir. Ástæðan fyrir myndavalinu var ekki sú að hún vakti athygli okkar heldur vegna skorts á bíómyndum í bíóum landsins.
Allavega, myndin fjallar um Carter sem verður þjálfari bölvaðra ribbalda í gagnfræðiskóla í bandaríkjunum. Hann setur reglur og viti menn, þeir blómstra.
Vel leikin, fín afþreying en dæmigerð þrátt fyrir að vera sannsöguleg. Of löng mynd, eins og flestar myndir dagsins. Hef ekkert meira um þessa mynd að segja. Jú, Samuel L. Jackson leikur aðalhlutverkið.

Tvær stjörnur af fjórum.

fimmtudagur, 24. mars 2005

Hér eru hlutir sem ég hef ekki nennt að gera síðasta sólarhringinn:

* Þvo þvott
* Læra meira í áfanganum Fjármál II
* Raka mig
* Leigja mér spólu
* Fara í bíó
* Klára skattaskýrsluna mína
* Klára skattaskýrslur annara
* Sjóða mér núðlur
* Taka til
* Labba
* Hugsa
* Anda

Ég hef hinsvegar nennt öllu öðru.
Í gær braut ég blað í sögu minni í Reykjavík. Í fyrsta sinn síðan ég kom hingað skilaði ég hagnaði þegar ég vann 1.500 krónur í spilakassa. Hér má sjá yfirlit dagsins:

-530 krónur í mat
-30 krónur í eyrnatappa
-100 krónur settar í spilakassa
+1.500 krónur sigrað í spilakassa
_____________
840 krónur í nettó hagnað.

Í kjölfarið keppast fjárfestar við að kaupa í mér hlutabréf á yfirverði, að sjálfsögðu.

miðvikudagur, 23. mars 2005




Í dag fékk ég mér M&M nammi og brá mér heldur betur í brún. Svo virtist sem höndin á mér hafði vaxið amk fimmfalt eins og sést á myndinni hér að ofan. Ég fór strax að gera ráðstafanir með sérsmíðaða hanska og sá fyrir mér einhverskonar met í vörðum skotum í körfubolta. Þessar áætlanir mínar fóru fyrir lítið þegar mér var tjáð að það væri bara búið að minnka m&m töflurnar fyrir páskaeggin og því virtist hendin á mér bara svona stór.

Ef höndin á mér væri ekki venjuleg í stærð hefði ég brjálast og kramið andlit þess sem sagði mér þetta í lófa mínum.



Á þessari mynd á að vera þriðja glóðarauga ævi minnar en það fékk ég á körfuboltaæfingu mánudagsins. Ef þið sjáið ekkert glóðarauga þá er orsökin ein af eftirfarandi:

* Léleg myndgæði.
* Þú ert að missa sjónina.
* Ég fæ bara aumingjaglóðaraugu sem sjást illa.

þriðjudagur, 22. mars 2005




Ég var að fá í hendurnar bestu kaup allra tíma. Talnalyklaborðið að ofan keypti ég á ebay fyrir rúmar 700 krónur með sendingarkostnaði. Í toll greiddi ég svo 435 krónur sem gera alls 1.135 krónur fyrir eitthvað sem kostar á Íslandi amk 5.000 krónur. Töluinnsláttur, hér kem ég!

Til gamans má geta þess að allar tölurnar í þessari færslu voru skráðar á Mc Industries Ltd talnalykaborðið.
Í gær skráði ég aðeins eina færslu á þessa síðu. Í kjölfarið gáfu flestir landsmenn mér langt auga í dag. Ég vil bæta ykkur þetta upp með því að benda á þennan litla snilldarleik. Hann fjallar um stúlku eina sem fær nóg af kærastanum og hjólar því á hann. Í kjölfarið hefst æsispennandi atburðarás þar sem fyrrverandi kærustur mannsins aðstoða konuna við að koma honum sem lengst frá sér. Einnig er þarna að finna ættmenni piltsins sem koma í veg fyrir slæma meðferð á honum.

Allavega, hér er leikurinn. Slúðurpressan í Hollywood segir að verið sé að gera bíómynd um þennan leik þar sem Uma Thurman, Holly Hunter og Cameron Diaz leika á móti Keanu Reeves.

mánudagur, 21. mars 2005

Þið sem umgangist mig; vinsamlegast aldrei nokkurntíman segja orðið "markstrat" við mig nema þið viljið fá mig til að bresta í grát. Ég var, að ég held, að klára skýrslu um þetta umtalaða efni og hef fengið mig fullsaddan af allri uppsetningarvinnu með gröf og word, svo ekki sé minnst á markstrat sjálft.

Allavega, þessi færsla er ákveðin tilraun. Allt leiðinlegasta fólk heimsins mun nú nefna markstrat við mig og fara á kolsvarta listann hjá mér ef tilraunin gengur upp. Ekki segja þeim.

sunnudagur, 20. mars 2005

Hér er nokkrar ábendingar til fjölmiðlarisa landsins:

Skjár 1: Hættið að sýna bíómyndir. Þær eru í flestum tilvika ömurlegar.

Popptíví: Hljóðið er langt á undan myndinni og hefur verið þannig lengi.

RÚV: Ef settur verður á nefskattur sker ég nefið af mér í mótmælaskyni.

Sýn: Hættið að grenja og rekið Valtýr Björn. Tittlingurinn á mér lýsir íþróttum betur en það fífl.

Fréttablaðið: Látið Guðmund Steingrímsson skrifa fleiri pistla.

Finnur.tk: Hættu að horfa á sjónvarpið og farðu að gera eitthvað af viti.
Heppni mín hefur náð nýjum hæðum. Ekki nóg með að ég hafi aldrei brotið bein um ævina, eigi eins góða foreldra og hægt er að ímynda sér og sé fallega tenntur heldur fann ég líka þúsundkall á leið heim úr skólanum í gærkvöldi. Þetta olli því að ég rifnaði næstum úr hamingju og leigði mér eitt stykki DVD disk fyrir kvöldið ásamt meðlæti sem alls kostaði um 1.150 krónur.

Ég tapaði því um 150 krónum á þessari heppni.

laugardagur, 19. mars 2005

Persónulegur minnispunktur númer 227: Aldrei nokkurntíman aftur fá þér samloku með eggjum þegar þú ert þunnur.

Fyndnasti náungi sem ég hef séð


Ég datt hressilega í það í gærkvöldi, öllum að óvörum og gerði þau mistök að taka myndavélasímann með mér. Hér má sjá afleiðingar þeirrar ákvörðunar.

Ég braut blað í sögu minni þetta kvöld með því að mæta í mitt fyrsta stelpupartí og þar á eftir á kosningavöku stúdentafélags þar sem ég hitti marga skemmtilega karaktera. Allavega, myndir hér.

*Uppfært: Hef nú bætt texta við hverja og eina færslu.

föstudagur, 18. mars 2005

Í gær bætti ég persónulegt met í að draga fólk á þessa síðu en þá komu alls 215 manns hingað. Þá vantar mig bara 164.647 manns í viðbót til að ná aðal erkióvini mínum; mbl.is en það er einn geðsjúkur bloggari og grunsamlega vinsæll.

Allavega, í tilefni af því að ég rauf 200 gesta múrinn ákvað ég að bjóða í þessa vöru á ebay og vann. Nú er ég semsagt eigandi upphitunartreyju Donyell Marshall þegar hann var hjá Utah Jazz.
Í gær bætti ég persónulegt met í að draga fólk á þessa síðu en þá komu alls 215 manns á þessa síðu. Þá vantar mig bara 164.647 manns í viðbót til að ná aðal erkióvini mínum; mbl.is en það er einn geðsjúkur bloggari og grunsamlega vinsæll.

Allavega, í tilefni af því að ég rauf 200 gesta múrinn ákvað ég að bjóða í þessa vöru á ebay og vann. Nú er ég semsagt eigandi upphitunarvestis Donyell Marshall þegar hann var hjá Utah Jazz.

fimmtudagur, 17. mars 2005

Fjórfarar vikunnar eru að þessu sinni allir nemendur, körfuboltaleikmenn, kvennagull eða svampar.



Víðir Þórarinsson, námsmaður og McDonaldsstjórnandi


Curtis Borchardt, meiddur Utah Jazz leikmaður


Bob Guiney, Bachelor þátttakandi


Spongebob Squarepants, svampur


Allar hugmyndir að fjórförum eru vel þegnar.
Ég er einföld sál. Það þarf ekki nema að nefna nafn mitt í bloggfærslu svo að viðkomandi fái hlekk á færsluna. Óli Rú hefur hinsvegar gengið skrefinu lengra og birt mynd af mér ásamt texta um myndina á síðunni sinni. Þess vegna verð ég að gefa honum hlekk á færsluna og biðja hann um að halda áfram á þessari braut.

Hér er hlekkurinn.
Gleðifréttir fyrir alla aðdáendur hávaxinna og horaðra manna; Snoop Dogg er byrjaður að blogga. Sjáið það hér.

Hann virðist fá hugmyndir að bloggfærslum frá þessari síðu minni. Svo talar hann líka nokkuð góða íslensku, sóðugi þjófurinn.

miðvikudagur, 16. mars 2005




Í einu fundarherbergi HR fann ég þetta. Ein besta hugmynd sem ég hef séð í mörg ár.



Ég fór í Verzlunarskóla Íslands í dag til að hlýða á framboðsræður vegna kosninga í nýtt risastúdentafélag HR. Ætlunin var að hlusta í klukkutíma á allar ræðurnar, fá ókeypis veitingar og fara svo að læra. Ég fór þó eftir 45 mínútur, veitingalaus, þar sem rúmlega 40 manns voru í framboði og fyrirséð að ræður myndu standa í amk fjóra tíma.
Ég vil undirstrika þá beiðni mína um að þið sem eruð með hlekk á mig af síðunni ykkar látið hann vera http://finnurtg.blogspot.com í stað www.finnur.tk þar sem finnur.tk er meira fyrir fólk sem er að flýta sér á síðuna áður en ég blogga gamlar færslur í burtu.

Með upprunalega urlinu (finnurtg.blogspot.com) get ég rakið hvaðan fólk er að koma og launað þeim hlekkjum með hlekk til baka.

Allavega, skólinn að drepa mig. Skrifa meira fljótlega.

þriðjudagur, 15. mars 2005



Ray Charles eða Jamie Fox?


Fyrir rúmri viku sá ég myndina Ray með pabba en hún fjallar um stórmennið staurblinda Ray Charles sem einhvernveginn náði að verða heimsfrægur og rúmlega það fyrir einstaka tónlistarhæfileika og skemmtilega framkomu. Jamie Foxx fer með aðalhlutverkið en hann er einna frægastur fyrir skemmtilega túlkun á hinum stórbrotna Bunz í Booty Call.

Eins og allar sannsögulegar myndir er hún býsna súr á köflum og því skreytt geri ég ráð fyrir. Leikurinn er mjög góður hjá Jamie Foxx og öðrum sem koma fram í myndinni. Það breytir þó ekki því að þetta er sannsöguleg mynd og því aðeins of óáhugaverð.

Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.
Þegar ummæli á hárgreiðsluna hvern dag eru fleiri en ummæli varðandi mánaðarlegan pistil sem ég skrifa fyrir austurgluggann þá veit maður að eitthvað er verið að gera vitlaust.

Ég hef þó fengið eftirfarandi ummæli á pistilinn:
"Jahá"
"já.....sniðugt"
"góður, punktur?"
að ógleymdu "ha?".

Ástæður fyrir þessu geta verið ýmislegar. T.d. léleg markaðssetningu á blaðinu og lítill lestur í framhaldi af því. Einnig getur hárgreiðsla mín verið það stórkostleg að hún yfirgnæfi alla heimsins ritlist. Það kemur hinsvegar ekki til greina að pistlarnir séu ömurlegir.

mánudagur, 14. mars 2005




Í framtíðinni mun alþjóðalegt fyrirtæki mitt kaupa þingmanninn Friðrik Ingólfsson til að koma því í lög að TK númer skuli aðeins vera á bifreiðum Finns.tk, alheimsstjórnanda. Þá munu líka allir lesa þessa síðu og hafa gaman af, eða vera lögbrjótar.
Próf á morgun í mannauðsstjórnun.
Skilaverkefni fyrir miðvikudaginn í aðgerðagreiningu.
Fyrirlestur fyrir fimmtudaginn í markaðsfræði.
Risaskilaverkefni fyrir sunnudaginn í markaðsfræði.
Risaskýrsla fyrir þriðjudaginn í markaðsfræði.
Skilaverkefni fyrir miðvikudaginn næsta í fjármálum II.

Eins og sést er enginn tími fyrir sjálfsvorkunn nema kannski á fimmtudaginn. Búist við risaskrifum þá um það hversu erfitt þetta allt er.

sunnudagur, 13. mars 2005





Hvað er athugavert við þessa mynd af Egilsstöðum, tekin fyrir einni mínútu síðan? Vísbending; svarið tengist ekkert þessu hvíta sem umlykur allt.

Svar: Það er mars og jólatréið er strax komið upp.
Í fyrsta sinn á mínum háskólaferli fæ ég að velja áfanga til að taka næstu önn.
Í fyrsta sinn á ævinni hlakka ég til að byrja næstu önn og í fyrsta sinn á ævinni kvíði ég sumarfríinu frá skólanum.
Í annað sinn á ævinni sé ég hinsvegar sæng mína útbreidda hvað starfsferil varðar.
Í þetta sinn sem tölfræðisnillingur hjá einhverju alþjóðlegu fyrirtæki ásamt því að reka internetfyrirtæki í frístundum en áður sá ég fyrir mér næturvarðastöðu á hótel héraði alla mína ævi.

Allavega, ég valdi áfangana, og haldið ykkur fast; Hagnýt Tölfræði II, Stjórnun Starfsframa og Rafræn viðskipti og stjórnsýsla.

Frægð og frami, hér kem ég!



Í kvöld fór ég í bíó með Björgvini bróðir á myndina Coach Carter. Myndin var fín og félagsskapurinn betri. Mjög fín kvöldstund. Meira um myndina síðar.
19.3.2005 - HÖFNUM STRÍÐI!

Þið skiljið.

Hérna getið þið fengið svona borða, alveg ókeypis!

föstudagur, 11. mars 2005

Það er komið að nýjum lið á veftímaritinu sem ber heitið 'Gerðu það sjálfur með hjálp Finns.tk!'. Í þessum færslum leitast Finnur.tk (ég) við að hjálpa lesendum við að leysa öll þeirra vandamál. Hér er fyrsti þáttur:

* Viltu verða þunglyndur?
Lausn Finns.tk: Búðu á Íslandi!

* Viltu verða pirraður?
Lausn Finns.tk: Fáðu þér blogger.com reikning!

* Viltu hlæja?
Lausn Finns.tk: Kíktu á þetta myndband.

* Viltu láta símann þinn hringja?
Lausn Finns.tk: Geymdu gemsann þar sem þú heyrir ekki í honum. Hann hringir án efa þannig.

* Viltu klúðra einhveru?
Lausn Finns.tk: Vertu ég og reyndu eitthvað.

* Viltu vorkenna sjálfum þér á áberandi hátt?
Lausn Finns.tk: Skrifaðu svona færslu.

* Viltu slátra nauti?
Lausn Finns.tk: Kauptu þér naut og slátraðu því.

* Viltu verða hamingjusamur?
Lausn Finns.tk: Vertu ástfanginn og allt mun ganga upp, eins og ég hef lært af öllum bíómyndum.

Verði ykkur að góðu.

fimmtudagur, 10. mars 2005

Nú er síðasti séns að taka þátt í könnuninni sem ég birti fyrr í vikunni. Takið hana hér og hafið bestu þakkir fyrir.
Í dag á að birtast grein eftir mig í austurglugganum ef allt fer eins og áætlað var. Ég fékk þó enga staðfestingu á því að greinin hafi borist fyrir rúmri viku síðan. Kaupið því blaðið með fyrirvara.

miðvikudagur, 9. mars 2005




Getraun dagsins: Af hverjum á þessi forljóta og viðbjóðslega teiknaða mynd að vera?

Teiknari: Óli Rú.
Nú hef ég ekki skráð færslu í næstum því sólarhring. Það er góð ástæða fyrir því; ég var að frétta að Boston Public þættirnir, þeir einu sem ég hef nokkurntíman elskað, eru hættir.

Hafið samt ekki áhyggjur af mér, ég jafna mig á endanum.

þriðjudagur, 8. mars 2005

Fyrsta lokaprófinu lokið með ágætis árangri. Næsta lokapróf er þá eftir fimm æsispennandi vikur. Að þeim loknum eru þrjár sjúkar verkefnavinnuvikur og svo fer ég austur að vinna á skattstofunni í, gróflega áætlað, 14 vikur áður en næsta skólaönn tekur við.

Einhversstaðar, í miðju þessa ferlis, mun ég missa vitið. Það er loforð.



Árshátíð þeirra sem finnst gott að sitja mjög náið var haldin í HR fyrr í dag eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var þegar flestir voru farnir.

mánudagur, 7. mars 2005

Hér koma nokkrir brandarar sem uppfyllingarefni á meðan ég jafna mig á þessari lægð sem ég virðist vera staddur í. Betra er að taka fram áður að ég er ekki rasisti, hef þó gaman af svona bröndurum. Til að gæta jafnræðis reyni ég að hafa brandarana sem víðtækasta:

Hvað segiru við svertingja í jakkafötum?
Svar: "vill hinn ákærði rísa á fætur"

Hver er munurinn á pizzu og gyðingum?
Svar: Pizzan öskrar ekki þegar hún er sett í ofninn.

Af hverju eru indverjar svona lélegir í fótbolta?
Svar: Af því alltaf þegar þeir fá horn opna þeir verslun.

Því miður kann ég enga brandara um skandinavíubúa. Endilega bætið þeim við í ummælin.
Þegar aðeins hálftími var liðinn af deginum eða frá því ég vaknaði þá hafði mér tekist eftirfarandi:

* Stilla klukkuna á vekjaratímann þannig að ég hélt að klukkan var 12 þegar hún var 10.
* Mæta í verslun og furða mig á því að ekki væri enn búið að opna þegar það stóð skýrum stöfum að það opnaði klukkan 11 þennan morguninn.
* Missa af strætó.
* Gleyma restinni af atriðunum sem ég ætlaði að skrifa hér.

Allavega, restin af deginum og komandi nótt fer í að lesa fyrir próf morgundagsins.

sunnudagur, 6. mars 2005

Af hverju er skammstöfunin fyrr 'Og svo framvegis' skrifuð 'o.s.frv.' þegar 'o.s.f.' er allt sem þarf?

Mér reiknast það til að ef við breytum þessu, þ.e.a.s. styttum um tvo stafi náist samtals árlegur sparnaður upp á 250 milljónir króna sem annars færu í að greiða (yfirvinnu)laun ritara og annarra ritandi starfsmanna. Ég myndi glaður aðeins taka 10% af þeirri upphæð fyrir að hafa fengið þessa snilldarsparnaðarhugmynd.

laugardagur, 5. mars 2005

Ég nenni ekki að skrifa neitt í dag, frekar en síðustu daga. Þess í stað, lesið versta dægurlagatexta allra tíma hérna, á heimasíðu Óla eða hér.
Ég fékk mér að drekka í gær eins og sjá má hér.

Ekkert sérstakt djamm eins og öll djömm í Reykjavík. Rakst þó á athyglisverða karaktera.

föstudagur, 4. mars 2005

Ég og Óli Rúnar áttum eitt skrautlegasta samtal sem ég man eftir í morgun þegar lag með Stone Temple Pilot hljómaði í útvarpinu. Samtalið var einhvernveginn svona:

Finnur.tk: Bíddu, er hljómsveitin í stone temple pilots ekki í velvet revolver?
Óli Rúnar: Þú meinar er söngvarinn.
Finnur.tk: Ha?
Óli Rúnar: Þú meinar 'var söngvarinn í stone temple pilots ekki í velvet revolver?'
Finnur.tk: Hvað sagði ég?
Óli Rúnar: Þú spurðir hvort hljómsveitin velvet revolver hafi verið í stone temple pilots.
Finnur.tk: Já, auðvitað. Var semsagt söngvarinn í stone temple pilots ekki í velvet revolver?
Óli Rúnar: Þú meinar hljómsveitin í stone temple pilots ekki í velvet revolver!
Finnur.tk: Já, einmitt. Er þetta semsagt hann?
Óli Rúnar: Já.
Finnur.tk: Hljómar ekki eins og hann.

Hið rétta er að söngvarinn í velvet revolver söng áður fyrir stone temple pilots.
Íslendingar eru lokuðustu einstaklingar í heimi. Það þarf ekki nema eitt dæmi til að sanna það fullkomlega:

Í strætó stendur fólk frekar en að setjast við hliðina á einhverjum sem það þekkir ekki og þeir sem setjast við hliðina á ókunnugum eru ýmist álitnir fullir, skrítnir í hausnum, ribbaldar eða allt af þessu.

Ég prófaði í dag að setjast á milli fólks á biðstofu banka og að sjálfsögðu varð fólkið hvumsa. Ég stóð því upp mjög stuttu síðar og þóttist fara að pissa, þegar ég í raun grét á salerninu.

fimmtudagur, 3. mars 2005

Þá hef ég samið pistil fyrir næsta Austurglugga. Mæli með því að þið kaupið hann eftir nákvæmlega viku og jafnvel lesið.

Annars biðst ég velvirðingar á því hvað ég er stuttorður þessa dagana. Ég kippi því í liðinn á næstunni.


Eða hér. Takk, ef myndin hleðst ekki.
Vangaveltur dagsins eru tvær og einfaldar eins og vel flest sem ég læt út úr mér:

* Af hverju eru bílaleigubílar kallaðir bílaleigubílar? Af hverju ekki bara leigubílar? Ekki köllum við myndbandsspólu myndbandaleigumyndband eða hús sem við leigjum húsaleiguhús.

* Í frímínútum hérna í Háskóla Reykjavíkur tala kennararnir oft við nemendur á persónulegu nótunum. Ætli það sé tilviljun að í, gróft áætlað, 90% tilvika karlkynskennarar tali við kvenkynsnemendur og kvenkynskennarar tala ekki við neinn?

Ekki að þetta skipti neinu máli.

miðvikudagur, 2. mars 2005

Hérna er mjög góð grein um slæma stöðu NBA deildarinnar í dag. Mæli með því að þið lesið hvern staf, myndið ykkur skoðun og skráið hana niður fyrir neðan greinina. Höfundurinn er enginn annar en Baldur Beck, einn fyndnasti maður landsins og tvífari Steins Ármanns.

Þess ber að geta að þeir sem ekki hlýða munu brenna í helvíti um alla eilífð.

Ég minni fólk einnig á að taka könnunina. Endilega nennið því, ég mun nota niðurstöðurnar til að bæta þessa síðu.



Í gærkvöldi fór ég í keilu með Bergvini, Garðari, Ringu og Hirti. Fleiri myndir hér.

þriðjudagur, 1. mars 2005

Fyrir ca ári henti ég af stað lesendakönnun þar sem einhver slatti af fólki tók þátt (niðurstöðurnar). Nú er svo komið að ég er orðinn forvitinn aftur og bið ykkur því um að taka þessa könnun. Þetta væru þá einu laun mín fyrir að standa í þessu bloggrugli endalaust og fáið þið mínar bestu þakkir að auki fyrir að taka könnunina. Örvæntið ekki, það er ekki hægt að rekja svörin svo verið alveg hreinskilin. Þið særið mig ekki né heldur látið mig fá stórt höfuð.

Fyrir ykkur sem nennið ekki að lesa þetta að ofan; smellið bara hérna.
Núna, rúmlega 150 mínútum eftir að ég vaknaði í morgun, hef ég geispað jafnmikið og lítil þjóð í Afríku geispar á heilum degi. Slíkar eru geispurnar að hálfur skólinn er orðinn syfjaður með mér, annað lungað á mér fer að gefa sig og kjálkinn brákaður.

Þar sem ég get ekki smitað lesendur af geispa með geispanum einum saman kemur hér þreytandi moli:

Vissuð þið að Kodak þýðir hvorki neitt né er skammstöfun fyrir eitthvað? Kodak nafnið var fundið upp til að hljóma vel.