föstudagur, 4. mars 2005

Ég og Óli Rúnar áttum eitt skrautlegasta samtal sem ég man eftir í morgun þegar lag með Stone Temple Pilot hljómaði í útvarpinu. Samtalið var einhvernveginn svona:

Finnur.tk: Bíddu, er hljómsveitin í stone temple pilots ekki í velvet revolver?
Óli Rúnar: Þú meinar er söngvarinn.
Finnur.tk: Ha?
Óli Rúnar: Þú meinar 'var söngvarinn í stone temple pilots ekki í velvet revolver?'
Finnur.tk: Hvað sagði ég?
Óli Rúnar: Þú spurðir hvort hljómsveitin velvet revolver hafi verið í stone temple pilots.
Finnur.tk: Já, auðvitað. Var semsagt söngvarinn í stone temple pilots ekki í velvet revolver?
Óli Rúnar: Þú meinar hljómsveitin í stone temple pilots ekki í velvet revolver!
Finnur.tk: Já, einmitt. Er þetta semsagt hann?
Óli Rúnar: Já.
Finnur.tk: Hljómar ekki eins og hann.

Hið rétta er að söngvarinn í velvet revolver söng áður fyrir stone temple pilots.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.