fimmtudagur, 24. mars 2005

Í gær braut ég blað í sögu minni í Reykjavík. Í fyrsta sinn síðan ég kom hingað skilaði ég hagnaði þegar ég vann 1.500 krónur í spilakassa. Hér má sjá yfirlit dagsins:

-530 krónur í mat
-30 krónur í eyrnatappa
-100 krónur settar í spilakassa
+1.500 krónur sigrað í spilakassa
_____________
840 krónur í nettó hagnað.

Í kjölfarið keppast fjárfestar við að kaupa í mér hlutabréf á yfirverði, að sjálfsögðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.