miðvikudagur, 30. mars 2005

Hér eru nokkur sannsöguleg merki þess að allt sé að fara til helvítis:

* Visa reikningurinn minn kom í tveimur umslögum.
* Ég keypti hárnæringu.
* Ég hlakkaði til að komast heim til að prófa hárnæringuna.
* Ég hef ekki séð nágrannaþátt í rúma þrjá mánuði.
* Ég er farinn að sætta mig við hræðilegt gengi Utah Jazz, mitt lið til margra ára.
* Ég nenni engan veginn að skrá bloggfærslur þessar vikurnar þrátt fyrir að vera búinn að safna upp mörgum vikum af blogghugmyndum.
* Ég finn ekki fleiri atriði en þetta þegar allt er komið hálfa leið til helvítis.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.