mánudagur, 7. mars 2005

Þegar aðeins hálftími var liðinn af deginum eða frá því ég vaknaði þá hafði mér tekist eftirfarandi:

* Stilla klukkuna á vekjaratímann þannig að ég hélt að klukkan var 12 þegar hún var 10.
* Mæta í verslun og furða mig á því að ekki væri enn búið að opna þegar það stóð skýrum stöfum að það opnaði klukkan 11 þennan morguninn.
* Missa af strætó.
* Gleyma restinni af atriðunum sem ég ætlaði að skrifa hér.

Allavega, restin af deginum og komandi nótt fer í að lesa fyrir próf morgundagsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.