þriðjudagur, 29. mars 2005

Þá er páskafríinu að ljúka. Ég ætlaði mér stóra hluti fyrir fríið eins og þessi listi sýnir:

-Páskaaðgerðalisti Finns.tk-
* Læra alla daga, alltaf!
* Kaupa ný gleraugu.
* Blogga bestu færslu allra tíma.
* Skokka og stunda almenna hreyfingu.
* Fara í bíó.
* Kaupa mér páskaegg.
* Taka til.
* Hanna á mig ofurhetjubúning úr latexi.

Hér er hinsvegar fyllilega tæmandi listi yfir það sem ég gerði í páskafríinu:

* Fór í bíó.

12,5% árangur. Óvenjuhátt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.