laugardagur, 26. mars 2005

Þegar allt gengur á afturfótunum í einkalífinu og skólanum þá virðist allt ganga upp á internetinu og öðru því tengdu. Hér er þrjú afrek mín þessa dagana á internetinu:

* Aðsóknin á þessa síðu hefur aldrei verið meiri. Milli 130 og 200 manns skoða síðuna daglega.

* Ég tek þátt í að giska á úrslit körfuboltaliðsins Utah Jazz á þessari síðu. Þegar 66 leikir hafa verið taldir er ég í langfyrsta sæti í fyrsta sinn en þetta er fjórða árið sem ég tek þátt. Sjáið stöðuna hér.

* Á þessari síðu hef ég stjórnað gervi NBA liðinu Utah Jazz í 20 tímabil (ca 3-4 ár samtals) þar sem ég stjórna uppröðun leikmanna, drafta leikmenn og skipti þeim. Í gær vann ég minn fyrsta meistaratitil. Kíkið á það hér.

* Ég hef unnið tvö uppboð á uppboðsvefnum ebay á glæsilegan hátt fyrir tilstilli VISA, besta vinar míns.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.