Vangaveltur dagsins eru tvær og einfaldar eins og vel flest sem ég læt út úr mér:
* Af hverju eru bílaleigubílar kallaðir bílaleigubílar? Af hverju ekki bara leigubílar? Ekki köllum við myndbandsspólu myndbandaleigumyndband eða hús sem við leigjum húsaleiguhús.
* Í frímínútum hérna í Háskóla Reykjavíkur tala kennararnir oft við nemendur á persónulegu nótunum. Ætli það sé tilviljun að í, gróft áætlað, 90% tilvika karlkynskennarar tali við kvenkynsnemendur og kvenkynskennarar tala ekki við neinn?
Ekki að þetta skipti neinu máli.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.