Íslendingar eru lokuðustu einstaklingar í heimi. Það þarf ekki nema eitt dæmi til að sanna það fullkomlega:
Í strætó stendur fólk frekar en að setjast við hliðina á einhverjum sem það þekkir ekki og þeir sem setjast við hliðina á ókunnugum eru ýmist álitnir fullir, skrítnir í hausnum, ribbaldar eða allt af þessu.
Ég prófaði í dag að setjast á milli fólks á biðstofu banka og að sjálfsögðu varð fólkið hvumsa. Ég stóð því upp mjög stuttu síðar og þóttist fara að pissa, þegar ég í raun grét á salerninu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.