miðvikudagur, 23. mars 2005
Í dag fékk ég mér M&M nammi og brá mér heldur betur í brún. Svo virtist sem höndin á mér hafði vaxið amk fimmfalt eins og sést á myndinni hér að ofan. Ég fór strax að gera ráðstafanir með sérsmíðaða hanska og sá fyrir mér einhverskonar met í vörðum skotum í körfubolta. Þessar áætlanir mínar fóru fyrir lítið þegar mér var tjáð að það væri bara búið að minnka m&m töflurnar fyrir páskaeggin og því virtist hendin á mér bara svona stór.

Ef höndin á mér væri ekki venjuleg í stærð hefði ég brjálast og kramið andlit þess sem sagði mér þetta í lófa mínum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.