föstudagur, 11. mars 2005

Það er komið að nýjum lið á veftímaritinu sem ber heitið 'Gerðu það sjálfur með hjálp Finns.tk!'. Í þessum færslum leitast Finnur.tk (ég) við að hjálpa lesendum við að leysa öll þeirra vandamál. Hér er fyrsti þáttur:

* Viltu verða þunglyndur?
Lausn Finns.tk: Búðu á Íslandi!

* Viltu verða pirraður?
Lausn Finns.tk: Fáðu þér blogger.com reikning!

* Viltu hlæja?
Lausn Finns.tk: Kíktu á þetta myndband.

* Viltu láta símann þinn hringja?
Lausn Finns.tk: Geymdu gemsann þar sem þú heyrir ekki í honum. Hann hringir án efa þannig.

* Viltu klúðra einhveru?
Lausn Finns.tk: Vertu ég og reyndu eitthvað.

* Viltu vorkenna sjálfum þér á áberandi hátt?
Lausn Finns.tk: Skrifaðu svona færslu.

* Viltu slátra nauti?
Lausn Finns.tk: Kauptu þér naut og slátraðu því.

* Viltu verða hamingjusamur?
Lausn Finns.tk: Vertu ástfanginn og allt mun ganga upp, eins og ég hef lært af öllum bíómyndum.

Verði ykkur að góðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.