Fyrsta snjókaststríð mitt síðan ég var 24ra ára hefur brotist út. Það æxlaðist þannig að Helgi bróðir minn stóð með bakið í mig eftir flugeldaverslunarleiðangur í kvöld sem olli því að ég varð að kasta. Það var ekki að spyrja að því, ég beið afhroð. Helgi hitti hvað eftir annað í hausinn á mér og undir lokin grátbað ég um vægð. Ég viðurkenni mig þó ekki sigraðan fyrr en byrjar að blæða.
Ég sit því hér yfir áætlunarborðinu mínu með minn risastóra haus og skipulegg næstu árás sem gæti gerst hvenær sem er.
þriðjudagur, 30. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef eignast minn fyrsta flugeldapakka, aðeins 25 ára að aldri. Við Helgi bróðir lögðum af stað í leiðangur til að kaupa flugelda í kvöld með góðum árangri. Ég sit uppi með Tralla pakka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld frétti ég af nýju bloggi. Aðalhluthafi þess heitir Óli Rúnar Jónsson og hefur löngum verið þekktur fyrir að spila á gítar. Hann er núna staðsettur í hljómsveitinni Atómstöðin. Allavega, þetta blogg er æði merkilegt og virkilega skemmtilegt að lesa, sérstaklega þar sem ég er titlaður bloggkóngur þarna.
Þetta er þó samkeppni og allri samkeppni ber að eyða. Ég mun því skirpa framan í Óla næst þegar ég sé hann og kalla hann hrífuskaftaspýting.
Þetta er þó samkeppni og allri samkeppni ber að eyða. Ég mun því skirpa framan í Óla næst þegar ég sé hann og kalla hann hrífuskaftaspýting.
mánudagur, 29. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi varð ég vitni að verstu og heimskulegustu auglýsingu allra tíma. Hún er þannig að tvö hrís stykki rölta yfir skelfilega lélegar svarthvítar teikningar á meðan djúmróma maður raular lagið „fimm fílar lögðu af stað í leiðangur“ nema í stað „fílar“ er sagt „hrís“ og í stað þess að taka sér einn til viðbótar taka hrísin sér „rúsínur til viðbótar“. Ég ætla að giska á að þessi auglýsingastofa fái ekki fleiri „gigg“ á næstunni. Skrítið samt hvernig ég get ekki hætt að hlægja þegar hún er sýnd.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessa stundina ríkir neyðarástand á fréttastofu veftímaritsins við rætur hugans. Þannig er mál með vexti að þegar fréttastjórinn (ég) kom austur frá námi í HR til að dvelja hjá fjölskyldunni yfir jólin tók hann með sér drjúgan skammt af nærbuxum, bolum og sokkum. Nú, hinsvegar, hefur komið í ljós að aðeins fjórar nærbuxur, fimm bolir og sjö sokkapör hafi ratað í töskuna.
Það er því dálaglegt ástandið hér á fréttastofunni, fólk er á hlaupum að redda málunum og nokkrir farnir að gráta, eins og svo oft. Þar sem ég er bjartsýnn maður að eðlisfari kýs ég að líta á björtu hliðarnar á málinu. Ég kýs hinsvegar að nefna ekki þessar björtu hliðar að svo stöddu.
Það er því dálaglegt ástandið hér á fréttastofunni, fólk er á hlaupum að redda málunum og nokkrir farnir að gráta, eins og svo oft. Þar sem ég er bjartsýnn maður að eðlisfari kýs ég að líta á björtu hliðarnar á málinu. Ég kýs hinsvegar að nefna ekki þessar björtu hliðar að svo stöddu.
sunnudagur, 28. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil nota tækifærið og þakka lesendum þessarar síðu fyrir daglegt innlit um leið og ég biðst velvirðingar á því hversu sjaldan ég skrái færslur í jólafríinu og hversu andlausar þær eru þegar loksins láta sjá sig. Ástæðan er einföld, ég er í fyrsta lagi tölvulaus hérna fyrir austan og ég vil gjarnan taka mér smá pásu frá þessu bloggi í jólafríinu og njóta lífsins á meðan aðsóknin í þessa síðu er í lágmarki (hún er alltaf í lágmarki frá 15. desember - 5. janúar ca, 10.-20. maí og 20. ágúst-5. september). Færslurnar verða mun hnitmiðaðri, fleiri og skemmtilegri þegar jólafríinu líkur um 6. janúar. Þangað til þá verða svona færslur að duga.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag keppti pressuliðið gegn Hetti í körfubolta hérna á Egilsstöðum. Ég var í pressuliðinu ásamt fjórum öðrum sem þýðir að við höfðum enga skiptimenn. Höttur hafði hinsvegar nóg af þeim. Til að gera stutta sögu styttri þá unnu Hattarar með ca 10-12 stiga mun. Ég hóf leikinn með því að tapa boltanum nokkrum sinnum en tók mig svo á og endaði með 12 stig, ca 5 fráköst og nokkrar blokkeringar að ég held. Á morgun ætlum við að keppa aftur og þá ætla ég að standa mig mun betur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ákvað að bregða mér úr viðjum vanans í kvöld og horfði á sjónvarpið. Svo skemmtilega vildi til að myndin Memento var að hefjast þegar mig bar að garði. Ég hóf áhorfið með litlar eftirvæntingar og í raun með von í hjarta um afsökum til að geta farið að sofa. Raunin varð önnur og ég festist í furðulegri atburðarás sem kom sífellt á óvart. Gáturnar í myndinni smámsaman leystust upp og álit mitt á henni myndaðist. Þegar henni lauk svo, fyrir rétt tæpum klukkutíma síðan, áttaði ég mig á því að þarna er meistaraverk á ferðinni. Ég er enn að jafna mig eftir þetta stórkostlega flug sem myndin tók. Ein vandaðasta og magnaðasta mynd síðustu ára. Allir að sjá Memento. Fjórar stjörnur af fjórum.
laugardagur, 27. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Undirritaður fór á ballið í Valaskjálf í gær eftir góðan rúnt með Gylfa, Jökli og Björgvini. Biðröðin á ballið var stórkostlega vonlaus, ca 20-30 manns hnoðuðust í litlu herbergi og biðu eftir að örlítil lúga myndi taka sig til og selja þeim miða. Aðferðin mín, að bíða alltaf aftast, virkaði ekki fyrr en undir blálokin að ég fékk miða og dreif mig inn. Á ballinu var fólk að skemmta sér frábærlega. Nánast allir voru á þessu balli og það var mjög gaman að rekast á suma hverja en hápunkturinn var þó þegar stúlka ein tók sig til og flassaði fyrir framan nefið á mér og Pétri næturverði. Einnig fékk ég skemmtilega jólakossa og spjallaði við skemmtilegt fólk sem ég nafngreini ekki þessa stundina. Eftir rúmlega 90 mínútna leit að fari heim fann ég svo leigubíl sem einhvernveginn rataði heim í gegnum snjókomuna og rokið.
Ballið var í heildina litið mjög gott, bara ég sem var leiðinlegur enda mestmegnis edrú.
Ballið var í heildina litið mjög gott, bara ég sem var leiðinlegur enda mestmegnis edrú.
föstudagur, 26. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sá myndina Scary Movie 3 um daginn með Gylfa nágranna. Myndin er, eins og allir vita, grínmynd þar sem hent er gaman að hryllingsmyndum síðustu ára. Anna Faris er þar í aðalhlutverki, eins og hinum tveimur og stendur hún sig ágætlega. Ég man eiginlega ekki um hvað myndin er, sennilega vegna þess að söguþráðurinn er algjört aukaatriði. Aulahúmorinn er yfirþyrmandi og slöppu brandararnir eru mun fleiri en þeir góðu. Hún fær ekki meira en eina og hálfa stjörnu hjá mér af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Afsakið færsluleysið síðustu daga. Satt best að segja gaf ég mér ekki tíma í gær til að skrá niður hugsanir eða viðburði dagsins. Í gærkvöldi fór ég nefnilega til Jökuls þar sem fagrar meyjar og frambærilegir piltungar spiluðu Fimbulfambl og Trivial Pursuit. Björgvin sigraði í báðum tilvikum.
Í dag er svo lítið að gera að ég ætla að vaða snjóinn, sem hylur allt þessa dagana, til þess eins að fá mér frískt loft og komast í verslun. Í kvöld er svo ball í Valaskjálf þar sem ca 70% allra á svæðinu mæta. Ég ætla að öllum líkindum þangað, en þó er ekkert víst.
Í dag er svo lítið að gera að ég ætla að vaða snjóinn, sem hylur allt þessa dagana, til þess eins að fá mér frískt loft og komast í verslun. Í kvöld er svo ball í Valaskjálf þar sem ca 70% allra á svæðinu mæta. Ég ætla að öllum líkindum þangað, en þó er ekkert víst.
miðvikudagur, 24. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég býst ekki við því að fara meira í tölvu í dag þannig að:
Ritnefnd veftímaritsins Við rætur hugans óskar landsmönnum öllum (þeas lesendum þessarar síðu) gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best og passið ykkur á myrkrinu.
Ritnefnd veftímaritsins Við rætur hugans óskar landsmönnum öllum (þeas lesendum þessarar síðu) gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best og passið ykkur á myrkrinu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég loks fengið fimmtu og síðustu einkunnina úr Háskóla Reykjavíkur en hún var fyrir þann bjánalega áfanga Aðferðafræði. Hér eru þá einkunnir mínar hingað til og ég lofa að þetta er í síðasta sinn sem ég nefni einkunnir í bili.
Aðferðafræði 7,0
Fjárhagsbókhald 7,5
Markaðsfræði 7,0
Rekstrarhagfræði 7,5
Stærðfræði 8,0
Meðaleinkunn mín var því 7,4, sem er nokkuð gott miðað við að ég opnaði ekki bók í neinum áfanga (las bara glósur og mætti í tíma) nema í stærðfræði og örlítið í aðferðafræði.
Aðferðafræði 7,0
Fjárhagsbókhald 7,5
Markaðsfræði 7,0
Rekstrarhagfræði 7,5
Stærðfræði 8,0
Meðaleinkunn mín var því 7,4, sem er nokkuð gott miðað við að ég opnaði ekki bók í neinum áfanga (las bara glósur og mætti í tíma) nema í stærðfræði og örlítið í aðferðafræði.
þriðjudagur, 23. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér getið þið lesið hvað gerðist í raun og veru með handtöku Saddam Hussain. Bandaríkjamenn eru ekki hetjurnar, eins og svo oft. En þar sem heimurinn snýst núorðið um gervifréttir þá trúir umheimurinn hálfvitunum í vestri í stað þess að fylgja sannleikanum.
Og yfir í alls ekki óskylt efni; í þessa göngu var sjálfstæðisflokknum eða framsóknarflokknum ekki boðið, enda gerðu þeir enga tilraun til að taka þátt.
Og yfir í alls ekki óskylt efni; í þessa göngu var sjálfstæðisflokknum eða framsóknarflokknum ekki boðið, enda gerðu þeir enga tilraun til að taka þátt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er aðeins einn verslunarleiðangur, ein heimsókn til frænda míns með jólagjöf, ein ferð með jólakort til vina, hálfur vinnudagur, tvær máltíðir, eitt videospólugláp og ca 6 tíma svefn í að jólin byrji hjá mér. Ég er ekki frá því að það sé smá stress í gangi.
Ótrúlegar fréttir annars: Ég er kominn með kvef! Eftir að hafa fengið kvef á tveggja vikna fresti hérna fyrir austan síðasta vetur og hafa farið svo til Reykjavíkur og ekki fengið kvef þar í fjóra mánuði fæ ég þessa viðbjóðslegu flensu fimm dögum eftir komu mína hingað. Sá sem sér mynstrið sem hér hefur myndast fær píanó í verðlaun að verðmæti kr. 500.000.
Ótrúlegar fréttir annars: Ég er kominn með kvef! Eftir að hafa fengið kvef á tveggja vikna fresti hérna fyrir austan síðasta vetur og hafa farið svo til Reykjavíkur og ekki fengið kvef þar í fjóra mánuði fæ ég þessa viðbjóðslegu flensu fimm dögum eftir komu mína hingað. Sá sem sér mynstrið sem hér hefur myndast fær píanó í verðlaun að verðmæti kr. 500.000.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er orðinn það mjór, að sögn, að læknir á heilsugæslunni varð að spauga með það. Spaugið var ca svona:
Auðbergur: „Finnur, þú hefur ekki fengið þér af konfektinu sem hefur legið hér opið í afgreiðslunni!“
Finnur: „Hvernig vissiru það? Ertu farinn að telja molana?“
Auðbergur: „Nei, ég hefði séð það á þér, þeas útlínunum ógeðið þitt“
Ég tók mér reyndar smá skáldaleyfi og bætti einu eða tveimur orðum við en þið skiljið hvað hann átti við. Auðbergur er einn fyndnasti læknir sem ég hef kynnst, enda frændi minn.
Auðbergur: „Finnur, þú hefur ekki fengið þér af konfektinu sem hefur legið hér opið í afgreiðslunni!“
Finnur: „Hvernig vissiru það? Ertu farinn að telja molana?“
Auðbergur: „Nei, ég hefði séð það á þér, þeas útlínunum ógeðið þitt“
Ég tók mér reyndar smá skáldaleyfi og bætti einu eða tveimur orðum við en þið skiljið hvað hann átti við. Auðbergur er einn fyndnasti læknir sem ég hef kynnst, enda frændi minn.
mánudagur, 22. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er siðferðisleg skylda mín að tilkynna að enn eitt metið var bætt af mér í kvöld. Aldrei nokkurntíman, í sögu körfuknattleiksdeildar Hattar, hefur nokkur maður, lífs eða liðinn, staðið sig jafn illa og ég gerði á æfingu í kvöld. Ég er þekktur fyrir að bera fyrir mig góðar afsakanir en í þetta skiptið hafði ég ekkert, engin meiðsli, ekkert andlegt eða of sítt hár þar sem ég fór í klippingu í gær í fyrsta skipti síðan í ágúst. Sorgleg eyðsla á plássi þessi líkami minn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Aldrei hefur neinn hreyfst jafn hratt og ég gerði í morgun er ég vaknaði eina mínútu yfir níu, þegar ég átti að vera mættur klukkan níu í vinnuna. Ég stökk í fötin, tannburstaði mig og beint í bílinn. Þegar þangað var komið leit ég á klukkuna og nýtt met leit dagsins ljós; þrjár mínútur að fara úr rúminu, í föt, að tannbursta mig, í skó og út í bíl. Ég lét það ekki nægja heldur ók eins og Ellie Arroway úr Contact í vinnuna og bætti annað met í leiðinni; frá því að vakna og í vinnuna á níu í mínútum! Geri aðrir betur og það strax!
sunnudagur, 21. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sé ekki fram á að ég nái að komast í almennilegt jólaskap fyrir þessi jól, frekar en fyrir þau síðustu eða þar síðustu. Þess í stað vona ég bara að eitthvað af eftirfarandi gerist svo að jólaskapið blómstri hjá mér. Líkurnar á því eru þó hverfandi.
1. Nick Cave gefi út jólalag.
2. Einhver gangi inn í auglýsingu Egils þar sem litla stelpan syngur alltaf saman helvítis lagið og segi henni að grjóthalda kjafti.
3. Þessi eða þessi hringir í mig og vill ólm fá að horfa á videóspólu með mér, eða DVD.
4. Ég bý til tímavél og komist amk 6-7 ár aftur í tímann.
5. George Bush og öll hans ríkisstjórn kafnar á saltkringlum.
6. Ég missi vitið og verði þ.a.l. eilíflega hamingjusamur.
1. Nick Cave gefi út jólalag.
2. Einhver gangi inn í auglýsingu Egils þar sem litla stelpan syngur alltaf saman helvítis lagið og segi henni að grjóthalda kjafti.
3. Þessi eða þessi hringir í mig og vill ólm fá að horfa á videóspólu með mér, eða DVD.
4. Ég bý til tímavél og komist amk 6-7 ár aftur í tímann.
5. George Bush og öll hans ríkisstjórn kafnar á saltkringlum.
6. Ég missi vitið og verði þ.a.l. eilíflega hamingjusamur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag áttaði ég mig á því að ég er orðinn fullorðinn þar sem ég sat og las fréttablaðið og hlustaði á Silfur Egils með öðru eyranu á meðan ég beið eftir fréttunum á stöð 2. Eftir fréttatímann fór ég svo á mbl.is og las meira af fréttum. Það sem kemur mér mest á óvart við það að vera orðinn fullorðinn er það að fullorðna fólkið er alveg jafn heimskt, ef ekki heimskara í mörgum tilvikum, en unglingar og börn.
laugardagur, 20. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef einhver var svo heppin(n) að sjá tískusýningu þar sem frægir tónlistarmenn spiluðu undir á RÚV í gærkvöldi þegar Björk "okkar" kom fram í mjög sérstakri múnderingu þá veit sá hinn sami hvernig mér líður á hverjum morgni hvað hárgreiðslu varðar.
Ég sá áðan frábært tilboð í Bónus; reykskynjari á aðeins um 400 krónur! Finnst engum þetta frekar spaugilegt? Sá sem kaupir reykskynjara á 400 krónur og það frá bónus er haldinn dauðaósk.
Ég sá áðan frábært tilboð í Bónus; reykskynjari á aðeins um 400 krónur! Finnst engum þetta frekar spaugilegt? Sá sem kaupir reykskynjara á 400 krónur og það frá bónus er haldinn dauðaósk.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef aldrei heyrt sömu þrjár spurningar oft koma í nákvæmlega sömu röð og eftir að ég kom austur. Þær eru eftirfarandi:
1. Sæll, hvað hefur þú verið að gera í vetur?
2. Í hvaða skóla?
3. Hvernig gengur það?
Ég er ekki að kvarta, það er létt verk og löðurmannlegt að svara þeim og þetta sýnir að fólk hefur tekið eftir því að ég er ekki á svæðinu, sem er hálfótrúlegt þar sem ég er ósýnilegur.
1. Sæll, hvað hefur þú verið að gera í vetur?
2. Í hvaða skóla?
3. Hvernig gengur það?
Ég er ekki að kvarta, það er létt verk og löðurmannlegt að svara þeim og þetta sýnir að fólk hefur tekið eftir því að ég er ekki á svæðinu, sem er hálfótrúlegt þar sem ég er ósýnilegur.
föstudagur, 19. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir langa og stranga vettvangskönnun rannsóknadeildar veftímaritins Við rætur hugans hefur loksins komist niðurstaða við þeirri algengu spurningu „Hvað er algengasta setning mbl.is í fréttum sínum?“. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
3. „Heitast var á Egilsstöðum“
2. „Jón Arnór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Dallas“
1. „Bandaríkin ráðast inn í _________ (fyllið inn í)“
3. „Heitast var á Egilsstöðum“
2. „Jón Arnór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Dallas“
1. „Bandaríkin ráðast inn í _________ (fyllið inn í)“
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Stórkostlegt trikk hjá Thinsulate vettlingahönnuðunum að láta alltaf eina saumsprettu vera á hverjum vettlingi sem stækkar og stækkar. Ég hef átt minn skammt af Thinsulate vettlingum og á hverjum einasta þeirra er ein lítil saumspretta sem veldur því að undir lokin er aðeins um að ræða armbönd í stað hlýrra vetlinga. Svona er þetta bara. Ég mun halda áfram að versla þetta þar sem þetta er ódýrt og mjög þægilegt.
Þessi færsla var í boði Thinsulate og styrkt af Harðarbakaríi.
Þessi færsla var í boði Thinsulate og styrkt af Harðarbakaríi.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu viku eða svo hefur þessi síða orðið fyrir aðkasti frá freepolls.com en skoðunarkönnun mín varðandi búsetu lesenda þessarar síðu hefur tengst þeim hryðjuverkahópi. Þegar ég leit nánar í málið kom í ljós að Kristján Orri, minn svarni netóvinur, hafði greitt þeim dágóða fúlgu til að tefja hleðslu þessarar síðu umtalsvert og þannig draga úr gestum og vafrandi á þessa síðu. Ég blæs á svona skítabrögð og held mínu striki, án könnunar í bili.
fimmtudagur, 18. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þú veist að þú ert háður blogginu þínu þegar þú flýgur á hausinn á svelli í miðjum göngutúr og ert búinn að hugsa um hvað þú ætlir að skrifa á blogginu um atvikið áður en þú lendir. Það vill svo ótrúlega skemmtilega til að ég flaug einmitt á hausinn við þessar aðstæður í gærkvöldi og var einmitt búinn að hugsa þetta í loftinu. Þegar ég lenti svo loksins frekar harkalega gleymdi ég lokalínunni sem átti að koma hér. Ég beið semsagt hnekki en þó ekki varanlega, minnir mig.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skákskortsvandamál mitt er liðið undir lok, þökk sé þeim gríðarfjölda sem vottaði samúð sína. Hér getið þið skráð ykkur ókeypis og teflt við mig. Ég ber það frumlega og skemmtilega notendanafn finnurtg og notast við tölvunetfangið finnurtg@hotmail.com ef einhver hefur áhuga.
miðvikudagur, 17. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu daga hef ég verið að berjast við fráhvarfseinkenni skákfíknar minnar. Í Reykjavík tefldi ég amk tvær skákir á dag og skemmti mér konunglega (en ekki hvað?). Hér hinsvegar tefli ég ekki nema eina skák á dag að meðaltali og það er að éta mig upp að innan. Skáksjálfboðaliðar mega gjarnan gefa sig fram.
þriðjudagur, 16. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég fengið tvær einkunnir í viðbót úr skólanum. Í markaðsfræði fékk ég 7 og í fjárhagsbókhaldi 7,5 sem er viðunandi. Ég bjóst reyndar við því að fá mun lægra í markaðsfræðinni og mun hærra í fjárhagsbókhaldinu. Svona er víst lífið segja lífsfræðingarnir.
Allavega, á morgun er minn fyrsti vinnudagur í afleysingum á heilsugæslunni. Smá vottur af kvíða en þónokkuð meiri tilhlökkun. Smá vonleysi í ritum mínum en því mun meiri bjartsýni.
Ég veit ekki alveg hvert ég var að fara með þessu. Hætti því bara í bili.
Allavega, á morgun er minn fyrsti vinnudagur í afleysingum á heilsugæslunni. Smá vottur af kvíða en þónokkuð meiri tilhlökkun. Smá vonleysi í ritum mínum en því mun meiri bjartsýni.
Ég veit ekki alveg hvert ég var að fara með þessu. Hætti því bara í bili.
mánudagur, 15. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sá myndina Old Scool um daginn þegar ég átti að vera á útgáfutónleikum Atómstöðvarinnar en var latur og óframfærinn. Myndin fjallar um menn á fertugsaldrinum sem ákveða að stofna svokallað bræðralag fyrir einhverskonar framhaldsskóla. Sennilega sér amerískt en hvað veit ég svosem. Mér fannst lítið skondið við þessa mynd og söguþráðurinn hálf vonlaus. Leikurinn er þó viðunandi og Will Ferrell er góður. Hún fær ekki nema eina og hálfa stjörnu (fær hálfa aukalega af því ég er í svo þægilegum nærbuxum þegar þetta er ritað). Lifið heil.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Stofnað hefur verið nýtt veftímarit á Egilsstöðum en tilgangurinn með því er, að sögn gárunga, að ganga frá þessu tímariti (Veftímaritið Við rætur hugans) í eitt skipti fyrir öll. Stofnandinn, Kristján Orri Magnússon (e.þ.s. Ko kid), sagðist ekki vilja kannast við þessa nýju síðu þegar fréttasnápur tók hann tali á körfuknattleiksæfingu í kvöld. Þar sem samkeppnin á vefmarkaðinum er hörð hefur veftímarit þetta ákveðið að setja ekki nema einn hlekk á þennan umrædda keppnisaðila.
Ennfremur hefur sú hugmynd verið tekin fyrir á ritnefndarfundi Við rætur hugans að gefa tímarit þetta út ókeypis í framtíðinni. Fylgist spennt með.
Ennfremur hefur sú hugmynd verið tekin fyrir á ritnefndarfundi Við rætur hugans að gefa tímarit þetta út ókeypis í framtíðinni. Fylgist spennt með.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er mættur í Fellabæinn í jólafrí en því líkur snarlega á miðvikudaginn þegar ég hef störf á Heilsugæslunni. Ég hef þó ekki setið auðum höndum því í dag náði ég að ljúka ýmsum störfum sem voru á forgangslista mínum. Þau atriði voru eftirfarandi:
* Kaupa rakvélablöð (gleymi þeim í Reykjavík)
* Kaupa tannbursta (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa tannþráð (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa gel (gleymdi því í Reykjavík)
* Labba í sjoppuna í Fellabæ með Helga bróðir og kaupa lítra af léttmjólk
Aukinheldur fór ég á Hattaræfingu í körfubolta og skemmti mér dásamlega. Næstu rúmlega þrjár vikur verða unaðslegar.
Á morgun mun ég svo versla jólakort og dreifa ásamt því að byggja mig upp andlega fyrir stórkostlegan dag á Heilsugæslu Egilsstaða. Lífið er undurgott.
* Kaupa rakvélablöð (gleymi þeim í Reykjavík)
* Kaupa tannbursta (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa tannþráð (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa gel (gleymdi því í Reykjavík)
* Labba í sjoppuna í Fellabæ með Helga bróðir og kaupa lítra af léttmjólk
Aukinheldur fór ég á Hattaræfingu í körfubolta og skemmti mér dásamlega. Næstu rúmlega þrjár vikur verða unaðslegar.
Á morgun mun ég svo versla jólakort og dreifa ásamt því að byggja mig upp andlega fyrir stórkostlegan dag á Heilsugæslu Egilsstaða. Lífið er undurgott.
sunnudagur, 14. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hef bætt við tveimur bloggurum í hlekkina. Annar bloggarinn heitir Esther og er með skemmtilegar pælingar og frábært útlit á síðunni.
Hitt bloggið er svolítið dularfullt og bannað innan 18 ára nema með leyfi foreldra. Ég hef ekki hugmynd um hverjar eru með þær hugsanir.
Hitt bloggið er svolítið dularfullt og bannað innan 18 ára nema með leyfi foreldra. Ég hef ekki hugmynd um hverjar eru með þær hugsanir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég kíkti í kringluna í gær, alltaf þessu vant. Í þetta sinn var ég að leita að jólagjöfum fyrir meðleigendur mína en sú regla er hérna á Tungivegi 18 að gefa hvorum öðrum gjafir á jólunum að verðmæti kr. 400.
En það er ekki það sem ég ætla að tala um heldur þann gríðarlega fjölda af frægu fólki sem ég sá þar og víðar þann daginn. Það byrjaði allt í Hagkaupum þegar konan við hliðina á mér byrjaði allt í einu að syngja á fullu svo mér brá talsvert. Þarna var komin Margrét Eir og söng hún stórgóða lagið Wuthering heights eftir Kate Bush, nema á Íslensku auðvitað. Næst sá ég Flosa Ólafsson skrifa í bókina sem hann gaf út fyrir þessi jól og við hliðinni á honum sat Þráinn Bertelsson. Því næst fór ég í skífuna sem er fyrir utan Hagkaupin og þar var Bubbi að spjalla við eitthvað stórmennið sem ég man ekki hvað heitir. Ég gekk áfram og viti menn, áður en ég vissi af stóð ég ca hálfan metra frá hinni lostafullu Heru með gítarinn sinn. Þegar ég svo kom heim eftir körfubolta síðar um daginn brá mér heldur betur í brún því þar var staddur Bergsveinn, söngvarinn í Sóldögg ásamt fríðu föruneyti. Ekki nóg með það heldur voru þarna var líka Óli Rúnar, gítarleikari í Atómstöðinni og á klósetinu, í speglinum enginn annar en Finnur.tk.
Eftir þessa lífsreynslu ákvað ég að tilla mér á stein, fá mér kók og hvíla lúin bein.
En það er ekki það sem ég ætla að tala um heldur þann gríðarlega fjölda af frægu fólki sem ég sá þar og víðar þann daginn. Það byrjaði allt í Hagkaupum þegar konan við hliðina á mér byrjaði allt í einu að syngja á fullu svo mér brá talsvert. Þarna var komin Margrét Eir og söng hún stórgóða lagið Wuthering heights eftir Kate Bush, nema á Íslensku auðvitað. Næst sá ég Flosa Ólafsson skrifa í bókina sem hann gaf út fyrir þessi jól og við hliðinni á honum sat Þráinn Bertelsson. Því næst fór ég í skífuna sem er fyrir utan Hagkaupin og þar var Bubbi að spjalla við eitthvað stórmennið sem ég man ekki hvað heitir. Ég gekk áfram og viti menn, áður en ég vissi af stóð ég ca hálfan metra frá hinni lostafullu Heru með gítarinn sinn. Þegar ég svo kom heim eftir körfubolta síðar um daginn brá mér heldur betur í brún því þar var staddur Bergsveinn, söngvarinn í Sóldögg ásamt fríðu föruneyti. Ekki nóg með það heldur voru þarna var líka Óli Rúnar, gítarleikari í Atómstöðinni og á klósetinu, í speglinum enginn annar en Finnur.tk.
Eftir þessa lífsreynslu ákvað ég að tilla mér á stein, fá mér kók og hvíla lúin bein.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og áður hefur komið fram mun ég ráðast inn í Egilsstaði á mánudaginn um hádegisbil. Þegar ég pantaði flugið fór ég að hugsa um síðustu ca 15 vikur eða þann tíma sem ég hef verið hérna í Reykjavík. Á þessum tíma hef ég ekki:
* ...farið í klippingu
* ...keyrt bíl
* ...drukkið dropa af áfengi
* ...borðað hollan mat
* ...hitt nema 2 vini mína sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni
* ...talað við stelpu eða því sem næst
* ...drepið mann, ennþá
* ...drukkið mix
* ...átt pening
Semsagt fjörugir dagar að baki.
* ...farið í klippingu
* ...keyrt bíl
* ...drukkið dropa af áfengi
* ...borðað hollan mat
* ...hitt nema 2 vini mína sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni
* ...talað við stelpu eða því sem næst
* ...drepið mann, ennþá
* ...drukkið mix
* ...átt pening
Semsagt fjörugir dagar að baki.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef náð sögulegu lágmarki hvað úthald varðar. Í dag í körfuboltanum gerði ég bara slæma hluti, m.a. braut á Gutta í fyrstu sjö snertingum hans við boltann. Ég missti boltann í ca annari hverri snertingu við hann og hitti frekar illa. Ég held ég eyði ekki orðum í það hversu slæmur ég var í vörninni.
En á mánudaginn sný ég aftur austur til Egilsstaða þar sem ég hyggst vinna á Heilsugæslunni og koma mér aftur í form.
En á mánudaginn sný ég aftur austur til Egilsstaða þar sem ég hyggst vinna á Heilsugæslunni og koma mér aftur í form.
laugardagur, 13. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gleymi algjörlega að minnast á útgáfutónleika Atómstöðvarinnar en þeir eru einmitt núna eftir rúman klukkutíma, nánar tiltekið á grandrokk klukkan 22:00. Diskurinn sem þeir voru að gefa út heitir New York-Bagdad-Reykjavík og er til sölu í öllum betri tónlistarverslunum. Ég mæli allavega með honum, engin drasltónlist. Ég gekk meira að segja svo langt að kaupa mér eintak af disknum en það er mjög óvenjulegt þegar ég á í hlut, enda þekktur glæpamaður á sviði netmiðlunar á tónlist.
Allavega, fjölmennið á útgáfutónleikana eða hljótið bölvun axlabandagerðamannsins.
Allavega, fjölmennið á útgáfutónleikana eða hljótið bölvun axlabandagerðamannsins.
föstudagur, 12. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Allt frá því að ég byrjaði að taka strætó hef ég á leið 6 tekið eftir auglýsingaskilti sem er rétt hjá World Class. Á því stendur einfaldlega „Múlaradíó“. Ég hef í hvert einasta skipti sem strætóinn keyrir framhjá þessu spáð í hvað díó sé og af hverju það sé bara fyrir múlara. Hvað er svo múlari? Er það eins og múrari eða jafnvel poolari (liverpool aðdáandi)? Aldrei myndiru finna svona mismunum á Egilsstöðum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Önninni er lokið með skilum á lokaverkefni í aðferðafræði sem spannaði 5 blaðsíður rúmar. Gleðin er svo mikil að ég óttast að ég verði aldrei óhamingjusamur aftur.
Ekki bætti svo úr skák að í kvöld fékk ég úr stærðfræðiprófinu sem ég tók um daginn og óttaðist jafnvel að ég myndi falla á en fékk þess í stað átta í einkunn. Þetta veldur svo því að ég er í sjöunda helvítis himni. Það er ekki gaman að vera svona ömurlega ánægður með lífið.
Ekki bætti svo úr skák að í kvöld fékk ég úr stærðfræðiprófinu sem ég tók um daginn og óttaðist jafnvel að ég myndi falla á en fékk þess í stað átta í einkunn. Þetta veldur svo því að ég er í sjöunda helvítis himni. Það er ekki gaman að vera svona ömurlega ánægður með lífið.
fimmtudagur, 11. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú þegar skólanum er að mestu leyti lokið nota ég að sjálfsögðu tækifærið og klára prentkvóta minn en hann er 700 blaðsíður á önn. Á þessari önn hef ég prentað út, samkvæmt tölvunni, rétt rúmar 200 blaðsíður sem er mun minna en það á að vera en ég ætla ekki að kvarta. Handritið við Seven, hér kem ég!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fór í bíó í gærkvöldi með Bylgju á myndina Love actually sem skartar þeim Hugh Grant, Bill Nighy, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman og Keira Knightley meðal annarra. Í myndinni eru sagðar margar sögur af fólki í einhverskonar ástarvandræðum þegar jólin nálgast. Höfundur myndarinnar og leikstjóri er sá sami og gerði Notting Hill, Four weddings and a funeral og Bridget Jones's diary m.a. og er þessi mynd mjög svipuð þeim nema mun dásamlegri á allan hátt. Þrátt fyrir grenjandi hamingju og fallegan boðskap fannst mér myndin stórkostleg skemmtun. Hugh Grant og Liam Neeson fara á kostum ásamt vel flestum öðrum í þessari mynd. Ef þið viljið sjá dæmigerta breska 'feel-good' mynd sem getur jafnvel komið ykkur í jólaskap þá skuluð þið sjá þessa. Hún fær fjórar stjörnur af fjórum hjá mér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef geimverur læsu blogg Íslenskra kvenmanna til að fræðast um lifnaðarhætti eyjaskeggja myndu þær líklega halda að á Íslandi væru bara sjónvarpsglápandi 12 ára stelpur en upp á síðastið hefur hver einasti kvenmaður þessa lands bloggað um sorpsjónvarpsefnið Idol af fáránlegri ástríðu. Sjálfur hef ég ekki skrifað svo mikið sem orð um þetta rusl enda hef ég ekki séð neinn þátt og kæri mig ekki um það.
Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég dreg þessa virtu vefsíðu í gegnum idol svaðið.
En að öðru og meira áhugaverðu efni; ég hef náð að næla mér í einhverskonar sýkingu fyrir neðan vinstra auga. Í kjölfarið sýnist ég vera með glóðarauga, lít jafnvel verr en út ella og finnst mér það ágætt. Ég stefni að því að verða óþekkjanlegur þegar ég kem austur á sunnudaginn en hingað til hef ég horast niður, varla rakað mig og ekki farið í klippingu í næstum fjóra mánuði. Næst á dagskrá er að fá mér fjólublá sólgleraugu og láta tattooera á bringuna á mér "Friður, ást og trúleysi".
Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég dreg þessa virtu vefsíðu í gegnum idol svaðið.
En að öðru og meira áhugaverðu efni; ég hef náð að næla mér í einhverskonar sýkingu fyrir neðan vinstra auga. Í kjölfarið sýnist ég vera með glóðarauga, lít jafnvel verr en út ella og finnst mér það ágætt. Ég stefni að því að verða óþekkjanlegur þegar ég kem austur á sunnudaginn en hingað til hef ég horast niður, varla rakað mig og ekki farið í klippingu í næstum fjóra mánuði. Næst á dagskrá er að fá mér fjólublá sólgleraugu og láta tattooera á bringuna á mér "Friður, ást og trúleysi".
miðvikudagur, 10. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi skrattakollar tóku hótun mína frá því í gær ekki alvarlega og blogguðu ekkert. Þeim hefur því verið refsað og eytt úr hlekkjum þessarar síðu:
Anna Hlín
Dassi
Jónas Reynir (opnaði nýja síðu)
Kristján Orri (KO kid)
Simmi Bóndi
Hjálmar Jónsson
Ef þið hefjið bloggrekstur aftur, látið mig vita. Þangað til; skammist ykkar.
Anna Hlín
Dassi
Jónas Reynir (opnaði nýja síðu)
Kristján Orri (KO kid)
Simmi Bóndi
Hjálmar Jónsson
Ef þið hefjið bloggrekstur aftur, látið mig vita. Þangað til; skammist ykkar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þú veist að þú lifir á tækniöld þegar þú eldar dásemdarmáltíð og manneskja frá Brazilíu eða lengra að segir þér að það sýður upp úr pottinum eða að þú ert með hálfa máltíðina framan í þér. Ekki að ég þekki það, vinur minn var sko...
...ég nenni ekki að klára þessa lokasetningu, þið hljótið að fatta um hvað hún snýst.
...ég nenni ekki að klára þessa lokasetningu, þið hljótið að fatta um hvað hún snýst.
þriðjudagur, 9. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er komið að því. Þeir sem hafa verið latir við dagbókarfærslur á síðunum sínum síðustu mánuði skulu fara að taka sig á því ég mun fjarlægja alla óvirka bloggara úr tenglum hjá mér til hægri á morgun. Ég set ykkur því úrslitakosti; Bloggið í dag eða deyjið.
Ennfremur skora ég á fólk að bæta mér í hlekki á síðunni sinni. Ég þarf alla þá aðstoð sem ég get fengið ef ég á að sigra þennan brjálaða bloggara.
Ennfremur skora ég á fólk að bæta mér í hlekki á síðunni sinni. Ég þarf alla þá aðstoð sem ég get fengið ef ég á að sigra þennan brjálaða bloggara.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég loksins lokið prófunum en í gær tók ég markaðsfræðikrossapróf. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ég hafi náð því. Fannst mér ég vera með allt á hreinu þarna nánast.
Þá tekur bara við lestur góðrar bókar því eitt skilaverkefni er eftir í aðferðafræði. Felst það í því að lesa bókina Ferðalok og svara nokkrum spurningum varðandi hana í ritgerðarformi fyrir 12. des. Eftir það fer ég heim í heiðardalinn.
Þá tekur bara við lestur góðrar bókar því eitt skilaverkefni er eftir í aðferðafræði. Felst það í því að lesa bókina Ferðalok og svara nokkrum spurningum varðandi hana í ritgerðarformi fyrir 12. des. Eftir það fer ég heim í heiðardalinn.
mánudagur, 8. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef bætt við frænda mínum í hlekki en hann ber nafnið Hákon Seljan. Nýlega tók hann við af föður sínum sem fyndnasti maður ME. Hér getið þið séð af þeim feðgum í innilegum faðmlögum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég komst að því klukkan 5 í nótt, eftir að hafa lært allan daginn fyrir markaðsfræðipróf sem ég fer í eftir klukkutíma, að ég hafði verið í mislitum sokkum allan gærdaginn án þess að vita af því. Ég vona að ég hafi ekki beðið álitshnekki fyrir vikið á meðal virtra nemenda og starfsfólks mötuneytis HR.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Margir hafa spurt mig hver munurinn er á menntaskóla og háskóla. Svarið við þeirri spurningu er einföld. Ef ekki er talið með mun erfiðara nám, fallegra kvenfólk, öðruvísi aðstaða, dýrari bækur og uppihald í háskóla þá má segja að eini munurinn sé sá að undir hvern taflmann sem er á skákborði í háskóla er dúkurinn ennþá límdur (þessi græni sem mýkir hljóðið þegar fólk skellir skákmanninum á borðið auk þess sem hann felur járnhlunkinn sem þyngir manninn) meðan menntaskólanemar rífa alltaf þennan umtalaða dúk af í einhverri tilvistarkreppunni.
sunnudagur, 7. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég varð fyrir mjög sérstakri lífsreynslu þegar ég las í matsal HR fyrir rekstrarhagfræðipróf seint um kvöld fyrir nokkrum dögum síðan. Á næsta borði fyrir framan mig var skákborð og á borðinu fyrir framan það sátu þrjár kellingar við borð, löðrandi sveittar af slúðurtali. Þá kemur að stúlka ein fríð og frambærileg, strunsar framhjá konunum og að skákborðinu. Þar gerir hún sig reiðubúna til að taka skákborðið þegar hún hikar og spyr svo kellingarnar hvort þær séu nokkuð að fara að nota borðið sem þær sögðust ekki ætla að gera. Fór hún því á brott með borðið handan við horn. Nú leikur mér forvitni á að vita, datt henni ekki í hug að ég gæti verið að nota borðið? Ég var að vísu ekki að nota það en það er önnur saga. Það sem ég vil þó ennfremur fá að vita er; hvað í ósköpunum ætlar stelpa að gera við skákborð? Það er ekkert hár á taflmönnunum til að greiða og alveg óþarfi er að vaska þá upp. Kannski hún hafi verið að sækja það fyrir kærasta sinn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og allir muna þá sagði ég Bylgju nokkurri Borgþórsdóttur stríð á hendur 20. ágúst síðastliðinn en vinsældir hennar voru þá yfirþyrmandi. Núna finnst mér ég hafa náð að brjóta hana og hennar illa veldi á bak aftur bæði hvað vinsældir varðar og dugnað í blogginu og því engin ástæða að viðhalda stríðsástandinu sem ríkt hefur okkar á milli. Það er því tími til kominn að ráðast á stærri verkefni en þessi "bloggari" er fjandanum duglegari við að færa inn færslur. Ég ætla að gefa þeim tvo mánuði til að gefast upp.
laugardagur, 6. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á fimmtudaginn fagnaði ég því að vera búinn með 75% af prófunum með því að þiggja boð Óla Rúnars um bíóferð en hann fékk gefins tvo miða á Wonderland frá Xinu sem er útvarpsstöð í borginni. Fyrir utan þá staðreynd að sætin í laugarásbíó eru alltof þétt saman og þess vegna verkjaði mig í hnéin allan tímann auk þess sem nefapinn í stóru úlpunni sem sat fyrir framan mig stóð upp síðustu 20 sekúndurnar af myndinni sem olli því að ég missti af lokatextanum þá skemmti ég mér ágætlega. Myndin fjallar um klámmyndastjörnuna John Holmes eftir að frægðarsól hans er sest og hann situr eftir sem dópisti. Hún er sannsöguleg að sögn en ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Bærilega áhugaverð mynd þrátt fyrir að það vantar almennilegt plott. Það sem vakti athygli mína var hlutverk Dylan McDermott en þarna leikur hann tvífara söngvara System of a Down sem er frekar óvenjulegt af þessum jakkafatanáunga.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
föstudagur, 5. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þið sem eruð stödd í Reykjavík eða nágrenni um þessa komandi helgi mæli ég með því að kíkja á Hött spila körfubolta en þeir leika tvo leiki um helgina. Sá fyrri verður á morgun, laugardaginn í laugardalshöllinni klukkan 14:00 gegn Ármanni/Þrótti og sá seinni verður leikinn á sunnudaginn klukkan 12:00 í Grindavík. Verið þar eða verið ferhyrningar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég kominn með nýja stafræna myndavél. Það kom svo í ljós nýlega að hægt er að nota hana til að taka upp myndbrot og setja á netið, einnig að tengja hana við messenger spjallforritið og nota hana sem netmyndavél. Nú vil ég gjarnan tengja hana við síðuna mína, ef einhver sem þetta les er með einhverja kunnáttu í þeim efnum, láttu mig vita vinsamlegast hér eða í kommentunum.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég keypti þessa myndavél þegar ég á eina fyrir var einfaldlega sú að ég var að þvælast á ebay að kíkja á stafrænar myndavélar þegar ég sá þessa hræódýra. Ég varð að bjóða í hana og fékk hana á kr. 1.100 og alls kr. 2.000 með tollinum og sendingarkostnaði. Það er nokkuð vel sloppið þó að ég hafi engin not fyrir hana.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég keypti þessa myndavél þegar ég á eina fyrir var einfaldlega sú að ég var að þvælast á ebay að kíkja á stafrænar myndavélar þegar ég sá þessa hræódýra. Ég varð að bjóða í hana og fékk hana á kr. 1.100 og alls kr. 2.000 með tollinum og sendingarkostnaði. Það er nokkuð vel sloppið þó að ég hafi engin not fyrir hana.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins er hann kominn út, DVD diskurinn Limbóradíustvíhöfði en á honum eru, eins og nafnið gefur til kynna, þættirnir Limbó sem sýndir voru á RÚV fyrir löngu síðan. Einnig er þar að finna ýmislegt með Radíusbræðrum og Tvíhöfða. Þið getið verslað hann hér, í Eymundson og Pennanum. Ég mun versla mér eitt stykki í dag, þrátt fyrir bágt efnahagsástand mitt.
fimmtudagur, 4. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rekstrarhagfræðiprófið sem ég tók í dag gekk ágætlega. Ég næ líklega án þess að vera með góða einkunn. Ég hef í raun ekkert meira að segja um það.
Allavega, það er komið að tímamótum hjá veftímaritinu "Við rætur hugans". Smellið hér (alls 1,6 mb).
Allavega, það er komið að tímamótum hjá veftímaritinu "Við rætur hugans". Smellið hér (alls 1,6 mb).
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mig dreymdi mjög furðulega í nótt. Í draumnum var ég að læra og tók mér sjónvarpspásu en í sjónvarpinu reyndist vera grín-klámmynd þar sem hnittnar einlínur réðu lögum og lofum ásamt vel krydduðu klámi/erótík. Mig dreymdi ennfremur að ég hefði bloggað um þessa lífsreynslu mína. Furðulegt hvað mann getur dreymt mikið rugl og verið furðulegur í hausnum. Núna t.d. er ég að upplifa svakalegt deja-vu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég veit ekki hvort þetta sé að gerast í alvörunni eða hvort ég er að dreyma en það er grín-klámmynd á sýn í gangi núna. Það eru allavega verulega slappir ein-línu-brandarar á milli klámsena og gamanþáttahlátri bætt við eftir þá alla. Mjög sérkennilegt og jafnvel súrealískt. Ef ég er að dreyma mun það koma sér vel því þá hef ég eitthvað til að blogga um á morgun, fimmtudag.
Allavega, áfram í lærdóminn (próf á morgun).
Allavega, áfram í lærdóminn (próf á morgun).
miðvikudagur, 3. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að sögustund.
Saga dagsins er algjörlega sannsögulegt (enginn kaldhæðni í þessu.... og ekki heldur þessu og svo framvegis). Hún gerðist í Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1999, nánar tiltekið í tölvuveri ME en þar voru samankomnir töffarar skólans að spila leikinn Duke Nukem í gegnum netið, semsagt skjótandi hvorn annan. Alls voru um 12 manns að spila. Hver og einn hafði sitt nafn, sem dæmi kallaði Björgvin bróðir sig Lubba, einhver kallaði sig Jesú, annar Ghandi og svo framvegis. Þarna var líka staddur einn mesti töffari skólans sem virtist vera alveg sama um allt og alltaf til í að hneyksla fólk. Hann kallaði sig því ósmekklega nafni Brundur. Allavega, í eitt skipti þegar Brundur var búinn að myrða einhvern í Duke Nukem leiknum hrópar sá dauði upp yfir sig „Hver í ósköpunum er Brundur?“. Brundur svaraði á sinn einstaklega svala máta. Þá segir Björgvin svellkaldur „Við erum það sem við étum“. Ég grét úr hlátri og hlæ enn þegar ég hugsa út í þetta magnaða svar til að niðurlægja þann svala.
Saga dagsins er algjörlega sannsögulegt (enginn kaldhæðni í þessu.... og ekki heldur þessu og svo framvegis). Hún gerðist í Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1999, nánar tiltekið í tölvuveri ME en þar voru samankomnir töffarar skólans að spila leikinn Duke Nukem í gegnum netið, semsagt skjótandi hvorn annan. Alls voru um 12 manns að spila. Hver og einn hafði sitt nafn, sem dæmi kallaði Björgvin bróðir sig Lubba, einhver kallaði sig Jesú, annar Ghandi og svo framvegis. Þarna var líka staddur einn mesti töffari skólans sem virtist vera alveg sama um allt og alltaf til í að hneyksla fólk. Hann kallaði sig því ósmekklega nafni Brundur. Allavega, í eitt skipti þegar Brundur var búinn að myrða einhvern í Duke Nukem leiknum hrópar sá dauði upp yfir sig „Hver í ósköpunum er Brundur?“. Brundur svaraði á sinn einstaklega svala máta. Þá segir Björgvin svellkaldur „Við erum það sem við étum“. Ég grét úr hlátri og hlæ enn þegar ég hugsa út í þetta magnaða svar til að niðurlægja þann svala.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Einhverntíman í dag, 3. desember 2003 mun ég eiga 800.000.000 (áttahundruð milljón) sekúndna afmæli eins og ég reiknaði 23. október síðastliðinn. Kransar og peningagjafir eru vel þegnar í tilefni sekúndunnar.
þriðjudagur, 2. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldið kostaði mig ekki mikið ef litið er til augljóss kostnaðar sem var matur. Ég eldaði mér núðlur og hrísgrjón sem kostuðu alls 42,2 krónur og Gústi át helminginn af grjónunum í óleyfi að verðmæti kr 17,2 krónur. Með þessu drakk ég vatn sem var að sjálfsögðu ókeypis. Alls kostaði þetta kvöld mig því 59,4 krónur og geri aðrir betur.
Ef allt skal taka í reikninginn, þeas leigu á húsnæðinu í 4 klukkutíma, afskriftir fatnaðar, tölvu, bíls mín sem situr fyrir austan óhreyfður og skóbúnaðar og að lokum vexti af yfirdrætti þá má segja að kvöldið hafi kostað mig 232,72 krónur, varlega reiknað. Inn í leigu er reiknað hitaveitugjald og rafmagn.
Ég gerðist djarfur í gærdag að verslaði mér samloku á kr. 240. Samkvæmt því er samloka meira virði en líf mitt á kvöldin, allavega í gærkvöldi. Ég gæti því selt líkama minn á kr. 500 á kvöldin og komið út í grenjandi hagnaði. Ekki slæmt það.
Ef allt skal taka í reikninginn, þeas leigu á húsnæðinu í 4 klukkutíma, afskriftir fatnaðar, tölvu, bíls mín sem situr fyrir austan óhreyfður og skóbúnaðar og að lokum vexti af yfirdrætti þá má segja að kvöldið hafi kostað mig 232,72 krónur, varlega reiknað. Inn í leigu er reiknað hitaveitugjald og rafmagn.
Ég gerðist djarfur í gærdag að verslaði mér samloku á kr. 240. Samkvæmt því er samloka meira virði en líf mitt á kvöldin, allavega í gærkvöldi. Ég gæti því selt líkama minn á kr. 500 á kvöldin og komið út í grenjandi hagnaði. Ekki slæmt það.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það hringdi einhver skrattakollur í mig í gærdag úr leyninúmeri þegar ég lá yfir bókunum. Þessi manneskja, sem var annaðhvort stelpa eða kornungur piltur sagði nokkrar órökréttar setningar sem innihéldu Gauja litla, majones og límband. Ég sagði „Ha?“ nokkrum sinnum og spurði svo hver þetta væri án þess að fá svar. Það leið ekki á löngu þar til það kom vandræðaleg þögn en þá tjáði ég ungbarninu að þetta væri hennar/hans peningur. Stuttu seinna lauk samtalinu og ég hélt lærdómnum áfram, frelsinu feginn. Mér finnst líklegt að barnið hafið fundið þetta númer á þessari síðu þar sem ég er ekki skráður í símaskrá. Mér finnst líka líklegt að þetta hafi átt að vera símaat, þó að þetta hafi verið laust við húmor.
mánudagur, 1. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu daga hef ég notið lífsins og séð hvorki meira né minna en þrjár bíómyndir, allar frekar nýlegar. Hér koma sleggjudómar mínir:
Confessions of a Dangerous Mind
Merkileg mynd fyrir margra hluta sakir. Fyrsta mynd sem George Clooney leikstýrir. Vel leikin, skemmtilega sett upp á köflum og sagan bærilega áhugaverð. Það vantar þó eitthvað og þegar henni lauk allt í einu var ég ekki nógu ánægður. Sam Rockwell fer að nálgast það að vera með uppáhaldsleikurum mínum eftir góða frammistöðu í þessari og í Charlies Angels, mynd nr. 1. Allavega myndin fær tvær stjörnur af fjórum.
Anger Management
Fín mynd framan af með viðunandi húmor. Adam Sandler og Jack Nicholson eru góðir saman. Myndin fjallar um mann sem virðist vera með þeim óheppnari í sögunni. Endirinn er þó svo út í hött og geðveikislega væminn að ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða valda mér líkamlegum skaða. Tvær stjörnur af fjórum.
Solaris
Síðast og síst sá ég þessa mynd í gærkvöldi. Myndin á að gerast einhverntíman í nánustu framtíð og fjallar hún um mann sem boðaður er út í geim til geimskips sem er að vinna að einhverju verkefni við stærðarinnar plánetu. Myndin byrjar mjög hægt, svo hægir hún á sér og undir lokin tekur hún sig svo til og hægir ennþá meira á sér. Þegar ég hélt að myndin gæti ekki orðið óáhugaverðari gerist ekkert til að gera hana ennþá óáhugaverðari. Ríflega 99% þeirra sem hafa farið á þessa mynd hafa búist við geimtrylli / vísindaskáldsögurugli en fá þess í stað bara geðveikislega vellu sem ekki einu sinni kvenfólk nennir að horfa á vegna geimruglsins sem blandað er inn í þetta. Alls ekki illa gerð mynd, bara stórkostlega leiðinleg. Núll stjörnu af fjórum. Hátt skrifuð á tíu-leiðinlegustu-myndir-sem-ég-hef-séð listann minn.
Síðasta ca vika fær semsagt fjórar stjörnur af tólf.
Confessions of a Dangerous Mind
Merkileg mynd fyrir margra hluta sakir. Fyrsta mynd sem George Clooney leikstýrir. Vel leikin, skemmtilega sett upp á köflum og sagan bærilega áhugaverð. Það vantar þó eitthvað og þegar henni lauk allt í einu var ég ekki nógu ánægður. Sam Rockwell fer að nálgast það að vera með uppáhaldsleikurum mínum eftir góða frammistöðu í þessari og í Charlies Angels, mynd nr. 1. Allavega myndin fær tvær stjörnur af fjórum.
Anger Management
Fín mynd framan af með viðunandi húmor. Adam Sandler og Jack Nicholson eru góðir saman. Myndin fjallar um mann sem virðist vera með þeim óheppnari í sögunni. Endirinn er þó svo út í hött og geðveikislega væminn að ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða valda mér líkamlegum skaða. Tvær stjörnur af fjórum.
Solaris
Síðast og síst sá ég þessa mynd í gærkvöldi. Myndin á að gerast einhverntíman í nánustu framtíð og fjallar hún um mann sem boðaður er út í geim til geimskips sem er að vinna að einhverju verkefni við stærðarinnar plánetu. Myndin byrjar mjög hægt, svo hægir hún á sér og undir lokin tekur hún sig svo til og hægir ennþá meira á sér. Þegar ég hélt að myndin gæti ekki orðið óáhugaverðari gerist ekkert til að gera hana ennþá óáhugaverðari. Ríflega 99% þeirra sem hafa farið á þessa mynd hafa búist við geimtrylli / vísindaskáldsögurugli en fá þess í stað bara geðveikislega vellu sem ekki einu sinni kvenfólk nennir að horfa á vegna geimruglsins sem blandað er inn í þetta. Alls ekki illa gerð mynd, bara stórkostlega leiðinleg. Núll stjörnu af fjórum. Hátt skrifuð á tíu-leiðinlegustu-myndir-sem-ég-hef-séð listann minn.
Síðasta ca vika fær semsagt fjórar stjörnur af tólf.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)