mánudagur, 1. desember 2003

Síðustu daga hef ég notið lífsins og séð hvorki meira né minna en þrjár bíómyndir, allar frekar nýlegar. Hér koma sleggjudómar mínir:

Confessions of a Dangerous Mind
Merkileg mynd fyrir margra hluta sakir. Fyrsta mynd sem George Clooney leikstýrir. Vel leikin, skemmtilega sett upp á köflum og sagan bærilega áhugaverð. Það vantar þó eitthvað og þegar henni lauk allt í einu var ég ekki nógu ánægður. Sam Rockwell fer að nálgast það að vera með uppáhaldsleikurum mínum eftir góða frammistöðu í þessari og í Charlies Angels, mynd nr. 1. Allavega myndin fær tvær stjörnur af fjórum.

Anger Management
Fín mynd framan af með viðunandi húmor. Adam Sandler og Jack Nicholson eru góðir saman. Myndin fjallar um mann sem virðist vera með þeim óheppnari í sögunni. Endirinn er þó svo út í hött og geðveikislega væminn að ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða valda mér líkamlegum skaða. Tvær stjörnur af fjórum.

Solaris
Síðast og síst sá ég þessa mynd í gærkvöldi. Myndin á að gerast einhverntíman í nánustu framtíð og fjallar hún um mann sem boðaður er út í geim til geimskips sem er að vinna að einhverju verkefni við stærðarinnar plánetu. Myndin byrjar mjög hægt, svo hægir hún á sér og undir lokin tekur hún sig svo til og hægir ennþá meira á sér. Þegar ég hélt að myndin gæti ekki orðið óáhugaverðari gerist ekkert til að gera hana ennþá óáhugaverðari. Ríflega 99% þeirra sem hafa farið á þessa mynd hafa búist við geimtrylli / vísindaskáldsögurugli en fá þess í stað bara geðveikislega vellu sem ekki einu sinni kvenfólk nennir að horfa á vegna geimruglsins sem blandað er inn í þetta. Alls ekki illa gerð mynd, bara stórkostlega leiðinleg. Núll stjörnu af fjórum. Hátt skrifuð á tíu-leiðinlegustu-myndir-sem-ég-hef-séð listann minn.

Síðasta ca vika fær semsagt fjórar stjörnur af tólf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.