Þá hef ég fengið tvær einkunnir í viðbót úr skólanum. Í markaðsfræði fékk ég 7 og í fjárhagsbókhaldi 7,5 sem er viðunandi. Ég bjóst reyndar við því að fá mun lægra í markaðsfræðinni og mun hærra í fjárhagsbókhaldinu. Svona er víst lífið segja lífsfræðingarnir.
Allavega, á morgun er minn fyrsti vinnudagur í afleysingum á heilsugæslunni. Smá vottur af kvíða en þónokkuð meiri tilhlökkun. Smá vonleysi í ritum mínum en því mun meiri bjartsýni.
Ég veit ekki alveg hvert ég var að fara með þessu. Hætti því bara í bili.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.