sunnudagur, 14. desember 2003

Ég kíkti í kringluna í gær, alltaf þessu vant. Í þetta sinn var ég að leita að jólagjöfum fyrir meðleigendur mína en sú regla er hérna á Tungivegi 18 að gefa hvorum öðrum gjafir á jólunum að verðmæti kr. 400.
En það er ekki það sem ég ætla að tala um heldur þann gríðarlega fjölda af frægu fólki sem ég sá þar og víðar þann daginn. Það byrjaði allt í Hagkaupum þegar konan við hliðina á mér byrjaði allt í einu að syngja á fullu svo mér brá talsvert. Þarna var komin Margrét Eir og söng hún stórgóða lagið Wuthering heights eftir Kate Bush, nema á Íslensku auðvitað. Næst sá ég Flosa Ólafsson skrifa í bókina sem hann gaf út fyrir þessi jól og við hliðinni á honum sat Þráinn Bertelsson. Því næst fór ég í skífuna sem er fyrir utan Hagkaupin og þar var Bubbi að spjalla við eitthvað stórmennið sem ég man ekki hvað heitir. Ég gekk áfram og viti menn, áður en ég vissi af stóð ég ca hálfan metra frá hinni lostafullu Heru með gítarinn sinn. Þegar ég svo kom heim eftir körfubolta síðar um daginn brá mér heldur betur í brún því þar var staddur Bergsveinn, söngvarinn í Sóldögg ásamt fríðu föruneyti. Ekki nóg með það heldur voru þarna var líka Óli Rúnar, gítarleikari í Atómstöðinni og á klósetinu, í speglinum enginn annar en Finnur.tk.

Eftir þessa lífsreynslu ákvað ég að tilla mér á stein, fá mér kók og hvíla lúin bein.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.