föstudagur, 5. desember 2003

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég kominn með nýja stafræna myndavél. Það kom svo í ljós nýlega að hægt er að nota hana til að taka upp myndbrot og setja á netið, einnig að tengja hana við messenger spjallforritið og nota hana sem netmyndavél. Nú vil ég gjarnan tengja hana við síðuna mína, ef einhver sem þetta les er með einhverja kunnáttu í þeim efnum, láttu mig vita vinsamlegast hér eða í kommentunum.

Allavega, ástæðan fyrir því að ég keypti þessa myndavél þegar ég á eina fyrir var einfaldlega sú að ég var að þvælast á ebay að kíkja á stafrænar myndavélar þegar ég sá þessa hræódýra. Ég varð að bjóða í hana og fékk hana á kr. 1.100 og alls kr. 2.000 með tollinum og sendingarkostnaði. Það er nokkuð vel sloppið þó að ég hafi engin not fyrir hana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.