Önninni er lokið með skilum á lokaverkefni í aðferðafræði sem spannaði 5 blaðsíður rúmar. Gleðin er svo mikil að ég óttast að ég verði aldrei óhamingjusamur aftur.
Ekki bætti svo úr skák að í kvöld fékk ég úr stærðfræðiprófinu sem ég tók um daginn og óttaðist jafnvel að ég myndi falla á en fékk þess í stað átta í einkunn. Þetta veldur svo því að ég er í sjöunda helvítis himni. Það er ekki gaman að vera svona ömurlega ánægður með lífið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.