fimmtudagur, 11. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fór í bíó í gærkvöldi með Bylgju á myndina Love actually sem skartar þeim Hugh Grant, Bill Nighy, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman og Keira Knightley meðal annarra. Í myndinni eru sagðar margar sögur af fólki í einhverskonar ástarvandræðum þegar jólin nálgast. Höfundur myndarinnar og leikstjóri er sá sami og gerði Notting Hill, Four weddings and a funeral og Bridget Jones's diary m.a. og er þessi mynd mjög svipuð þeim nema mun dásamlegri á allan hátt. Þrátt fyrir grenjandi hamingju og fallegan boðskap fannst mér myndin stórkostleg skemmtun. Hugh Grant og Liam Neeson fara á kostum ásamt vel flestum öðrum í þessari mynd. Ef þið viljið sjá dæmigerta breska 'feel-good' mynd sem getur jafnvel komið ykkur í jólaskap þá skuluð þið sjá þessa. Hún fær fjórar stjörnur af fjórum hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.