sunnudagur, 7. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég varð fyrir mjög sérstakri lífsreynslu þegar ég las í matsal HR fyrir rekstrarhagfræðipróf seint um kvöld fyrir nokkrum dögum síðan. Á næsta borði fyrir framan mig var skákborð og á borðinu fyrir framan það sátu þrjár kellingar við borð, löðrandi sveittar af slúðurtali. Þá kemur að stúlka ein fríð og frambærileg, strunsar framhjá konunum og að skákborðinu. Þar gerir hún sig reiðubúna til að taka skákborðið þegar hún hikar og spyr svo kellingarnar hvort þær séu nokkuð að fara að nota borðið sem þær sögðust ekki ætla að gera. Fór hún því á brott með borðið handan við horn. Nú leikur mér forvitni á að vita, datt henni ekki í hug að ég gæti verið að nota borðið? Ég var að vísu ekki að nota það en það er önnur saga. Það sem ég vil þó ennfremur fá að vita er; hvað í ósköpunum ætlar stelpa að gera við skákborð? Það er ekkert hár á taflmönnunum til að greiða og alveg óþarfi er að vaska þá upp. Kannski hún hafi verið að sækja það fyrir kærasta sinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.