þriðjudagur, 2. desember 2003

Gærkvöldið kostaði mig ekki mikið ef litið er til augljóss kostnaðar sem var matur. Ég eldaði mér núðlur og hrísgrjón sem kostuðu alls 42,2 krónur og Gústi át helminginn af grjónunum í óleyfi að verðmæti kr 17,2 krónur. Með þessu drakk ég vatn sem var að sjálfsögðu ókeypis. Alls kostaði þetta kvöld mig því 59,4 krónur og geri aðrir betur.

Ef allt skal taka í reikninginn, þeas leigu á húsnæðinu í 4 klukkutíma, afskriftir fatnaðar, tölvu, bíls mín sem situr fyrir austan óhreyfður og skóbúnaðar og að lokum vexti af yfirdrætti þá má segja að kvöldið hafi kostað mig 232,72 krónur, varlega reiknað. Inn í leigu er reiknað hitaveitugjald og rafmagn.

Ég gerðist djarfur í gærdag að verslaði mér samloku á kr. 240. Samkvæmt því er samloka meira virði en líf mitt á kvöldin, allavega í gærkvöldi. Ég gæti því selt líkama minn á kr. 500 á kvöldin og komið út í grenjandi hagnaði. Ekki slæmt það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.