Þessa stundina ríkir neyðarástand á fréttastofu veftímaritsins við rætur hugans. Þannig er mál með vexti að þegar fréttastjórinn (ég) kom austur frá námi í HR til að dvelja hjá fjölskyldunni yfir jólin tók hann með sér drjúgan skammt af nærbuxum, bolum og sokkum. Nú, hinsvegar, hefur komið í ljós að aðeins fjórar nærbuxur, fimm bolir og sjö sokkapör hafi ratað í töskuna.
Það er því dálaglegt ástandið hér á fréttastofunni, fólk er á hlaupum að redda málunum og nokkrir farnir að gráta, eins og svo oft. Þar sem ég er bjartsýnn maður að eðlisfari kýs ég að líta á björtu hliðarnar á málinu. Ég kýs hinsvegar að nefna ekki þessar björtu hliðar að svo stöddu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.