föstudagur, 26. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sá myndina Scary Movie 3 um daginn með Gylfa nágranna. Myndin er, eins og allir vita, grínmynd þar sem hent er gaman að hryllingsmyndum síðustu ára. Anna Faris er þar í aðalhlutverki, eins og hinum tveimur og stendur hún sig ágætlega. Ég man eiginlega ekki um hvað myndin er, sennilega vegna þess að söguþráðurinn er algjört aukaatriði. Aulahúmorinn er yfirþyrmandi og slöppu brandararnir eru mun fleiri en þeir góðu. Hún fær ekki meira en eina og hálfa stjörnu hjá mér af fjórum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.