þriðjudagur, 30. desember 2003

Fyrsta snjókaststríð mitt síðan ég var 24ra ára hefur brotist út. Það æxlaðist þannig að Helgi bróðir minn stóð með bakið í mig eftir flugeldaverslunarleiðangur í kvöld sem olli því að ég varð að kasta. Það var ekki að spyrja að því, ég beið afhroð. Helgi hitti hvað eftir annað í hausinn á mér og undir lokin grátbað ég um vægð. Ég viðurkenni mig þó ekki sigraðan fyrr en byrjar að blæða.
Ég sit því hér yfir áætlunarborðinu mínu með minn risastóra haus og skipulegg næstu árás sem gæti gerst hvenær sem er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.