Á fimmtudaginn fagnaði ég því að vera búinn með 75% af prófunum með því að þiggja boð Óla Rúnars um bíóferð en hann fékk gefins tvo miða á Wonderland frá Xinu sem er útvarpsstöð í borginni. Fyrir utan þá staðreynd að sætin í laugarásbíó eru alltof þétt saman og þess vegna verkjaði mig í hnéin allan tímann auk þess sem nefapinn í stóru úlpunni sem sat fyrir framan mig stóð upp síðustu 20 sekúndurnar af myndinni sem olli því að ég missti af lokatextanum þá skemmti ég mér ágætlega. Myndin fjallar um klámmyndastjörnuna John Holmes eftir að frægðarsól hans er sest og hann situr eftir sem dópisti. Hún er sannsöguleg að sögn en ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Bærilega áhugaverð mynd þrátt fyrir að það vantar almennilegt plott. Það sem vakti athygli mína var hlutverk Dylan McDermott en þarna leikur hann tvífara söngvara System of a Down sem er frekar óvenjulegt af þessum jakkafatanáunga.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.