Ég er mættur í Fellabæinn í jólafrí en því líkur snarlega á miðvikudaginn þegar ég hef störf á Heilsugæslunni. Ég hef þó ekki setið auðum höndum því í dag náði ég að ljúka ýmsum störfum sem voru á forgangslista mínum. Þau atriði voru eftirfarandi:
* Kaupa rakvélablöð (gleymi þeim í Reykjavík)
* Kaupa tannbursta (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa tannþráð (gleymdi honum í Reykjavík)
* Kaupa gel (gleymdi því í Reykjavík)
* Labba í sjoppuna í Fellabæ með Helga bróðir og kaupa lítra af léttmjólk
Aukinheldur fór ég á Hattaræfingu í körfubolta og skemmti mér dásamlega. Næstu rúmlega þrjár vikur verða unaðslegar.
Á morgun mun ég svo versla jólakort og dreifa ásamt því að byggja mig upp andlega fyrir stórkostlegan dag á Heilsugæslu Egilsstaða. Lífið er undurgott.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.