mánudagur, 22. desember 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Aldrei hefur neinn hreyfst jafn hratt og ég gerði í morgun er ég vaknaði eina mínútu yfir níu, þegar ég átti að vera mættur klukkan níu í vinnuna. Ég stökk í fötin, tannburstaði mig og beint í bílinn. Þegar þangað var komið leit ég á klukkuna og nýtt met leit dagsins ljós; þrjár mínútur að fara úr rúminu, í föt, að tannbursta mig, í skó og út í bíl. Ég lét það ekki nægja heldur ók eins og Ellie Arroway úr Contact í vinnuna og bætti annað met í leiðinni; frá því að vakna og í vinnuna á níu í mínútum! Geri aðrir betur og það strax!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.