Á föstudaginn reif ég gat á buxurnar við að taka VISA kortið úr rassvasanum (öskrandi) til að geta keypt mér miða á Sebastien Tellier tónleikana sem fram fara 28. ágúst, slík var ákvefðin, en miðasalan hófst einmitt þá.
Svona er þá tónleikaferill minn hingað til, fyrir utan böll (eða belli):
1. Foo fighters 2003. Nýfluttur í bæinn og vissi ekkert. Fínir tónleikar.
2. White stripes 2006. Bestu tónleikar sem ég hef farið á.
3. Atómstöðin, næstu helgi. Forhlustun á nýja disk Atómstöðvarinnar, Exile Republic. Mæli mjög með disknum en ég fékk eintak í vikunni. Tónlistin er þannig að maður vill hækka þar til tennurnar á manni brotna. Mjög gott rokk.
4. Sebastien Tellier, 28. ágúst 2008. Verða líklega sturlaðir tónleikar. Hvernig er annað hægt þegar alskeggjaður maður á í hlut?
Hér er smá dæmi; lagið er Divine, endurhljóðblandað (Remix) gert af Danger.
Til að koma í veg fyrir að skelfilegt myndband skemmi lífsreynsluna hef útilokað möguleikann á því að þið sjáið það. Forsjárhyggjan í fyrirrúmi. Þrýstið á play takkann. NÚNA!