Í nótt horfði ég NBA úrslitaleik í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svali og Benni lýstu leiknum nokkuð vel. Í miðri útsendingu segir Svali allt í einu: "Ég vil benda krökkum fyrir norðan sem eru að fara að dimmitera á að klæða sig ekki upp sem ísbirnir". Þetta kom engu við sem fram fór í útsendingunni.
Ég hló svo mikið að ég sá mig tilneyddan til að kýla í vegg þar til sársaukinn yfirgnæfði hláturþörfina og eðlilegt ástand komst á. Fyrir utan allt blóðið og mölbrotinn vegg.
Ég veit ekkert hvernig leikurinn fór.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.