fimmtudagur, 26. júní 2008

Ég er skráður á tímaeyðslusíðuna Facebook, þar sem hægt er að velja úr sjálfdýrkandi drasli (e. application) til að hafa á síðunni sinni.

Í einu þeirra, sem ég setti upp hjá mér, getur fólk valið eiginleika mína og draslið skilar svo niðurstöðu reglulega um það hvernig fólk skynjar mig.

Ég var að fá niðurstöðu og hún er óhugnarlega nákvæm:

Kostir:
Mannasiðaðastur (Best mannered).
Hef fengið atkvæði hér frá fólki sem les ekki þessa síðu.

Frægastur (Most famous).
Vann náttúrulega einu sinni disk vikunnar á Rás 2. Fólk hefur ekki gleymt mér síðan.

Mest skapandi (Most creative).
Þetta á líklega við eldamennskuna mína. Fólk veit aldrei hvað ég ætla að elda; núðlur eða Cheerios.

Á mest vin sem eignaðist barn í gærdag (Most friend of a guy who had a baby yesterday).
Þetta stemmir. Óli Rúnar og Erna eignuðust strák í gær á hádegi. Ég óska þeim skötuhjúum innilega til hamingju og ítreka tillögu mína að nafni á strákinn; Excel Risahraun Ólason.


Ókostir:
Minnst svalur (Least cool).
Bömmer.

Með verstu myndina (Person with the worst profile picture).
Hef haft ca þessa mynd undanfarið. Mér finnst hún lýsa mínum innri manni mjög vel.

Mesti fokking hálfvitinn (Most fucking asshole).
Stemmir.

Hver segir svo að Facebook sé tímaeyðsla!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.