miðvikudagur, 25. júní 2008

Stundum hlusta ég á gömul Quarashi lög af Youtube í vinnunni og hugsa mér mér, orðrétt: "vá".

Stundum velti ég því fyrir mér af hverju Quarashi varð ekki heimsfræg fyrir skemmtilega slagara og kraftmikið öskurrapp.

Stundum fæ ég tár í augun yfir því að Quarashi skuli hafa hætt. Þó ekki sorgartár, þar sem ég er grunsamlega mikið karlmenni. Nei, ég græt bara reiðitárum yfir ósanngirninni.

Stundum hugsa ég hvort Hössi fari ekki að útskrifast úr háskóla svo hljómsveitin geti haldið áfram í sinni upprunalegu mynd.

Stundum hringi ég í þá kappa og öskra eitthvað, í geðshræringu rétt áður en skellt er á mig.

Stundum það meira að hlusta á Quarashi og stundum með, hátt og snjallt. Við getum byrjað hér fyrir neðan á Mr. Jinx.



Ég held það sé kominn tími á að hringja á vælubílinn fyrir mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.